Hérnar erum við að tala um æðislega Frittata með beikoni, spínati og chilli sem tilbúin er á aðeins 15 mínútum. Þessi er fullkomin fyrir brönsinn eða einfaldlega sem geggjaður morgunmatur þegar maður vill gera virkilega vel við sig. Frittata er ítölsk eggjakaka sem hægt er að gera á ótal vegu, t.d. ýmsu kjötáleggi, grænmeti og allskonar ostum. En þess má geta að ítalska orðið "frittata" þýðir einfaldlega "steiktur".
Hráefni
1) 6 egg 2) 1 stk laukur, skorinn smátt 3) 1 stk rauður chilli, skorinn smátt 4) 100 gr beikon 5) Spínat 6) Basilíka 7) 60 gr parmesan 8) ólífuolía 9) Salt
Aðferð
1) Setjið 6 egg í skál og 2) pískið þau létt saman. 3) Bætið helmingnum af ostinum saman við eggin og hrærið þessu öllu létt saman.
1) 6 egg 2) 1 stk laukur, skorinn smátt 3) 1 stk rauður chilli, skorinn smátt 4) 100 gr beikon 5) Spínat 6) Basilíka 7) 60 gr parmesan 8) ólífuolía 9) Salt
Aðferð
1) Setjið 6 egg í skál og 2) pískið þau létt saman. 3) Bætið helmingnum af ostinum saman við eggin og hrærið þessu öllu létt saman.
4) Hitið 2 msk af ólífuolíu á góðri pönnu. 5) Bætið lauknum, rauðum chilli og beikoninu á pönnuna og 6) látið malla við lágan hita þar til laukurinn hefur mýkst og fita á beikoninu er orðin glær. Passið ykkur á því að laukurinn brenni ekki og beikonið má ekki verða stökkt heldur á það að vera mjúkt undir tönn
7) Bætið lúku af spínati á pönnuna ásamt slatta af ferskri basilíku og 8) látið þetta malla meðan spínatið er að mýkjast, saltið lítillega 9) Hellið nú eggjablöndunni góðu saman við og látið þetta steikjast undir loki í ca. 8 mínútur.
10) Næsta mál á dagskrá er að setja venjulegan matardisk ofan á eggjakökuna, snúa henni við og láta hina hliðina snúa niður. 11) Látum eggjakökuna stekjast á þessari hlið í ca. 4 mínútur. 12) Tökum þá eggjakökuna af pönnunni oig setjum á disk.
13) Stráum hinum helmingnum af rifnum ostinum yfir eggjakökuna. 14) Setjum hinni lúkunni af spínatinu í skál, hellum smá olífuolíu yfir, stráum smá salti yfir og að lokum kristum við smá safa úr lime yfir spínatið. Að sjálfsögðu líka nota safa úr sítrónu. 15) Dreifið spínatinu yfir eggjakökuna, rífið smá ost yfir herlegheitin og berið strax fram.