MINITALIA
  • AFTUR HEIM
  • HÉRUÐ ÍTALÍU
    • ABRUZZO
    • BASILICATA
    • CALABRÍA
    • CAMPANÍA
    • EMILIA - ROMAGNA
    • FRIULI - VENEZIA GIULIA
    • LAZIO
    • LÍGÚRÍA
    • LOMBARDÍA
    • MARCHE
    • MOLISE
    • PIEMONTE
    • PUGLIA
    • SARDINÍA
    • SIKILEY
    • TOSKANA
    • TRENTINO - ALTO ADIGE
    • ÚMBRÍA
    • VALLE D'AOSTA
    • VENETO
  • UPPSKRIFTIR
    • FORRÉTTIR
    • PASTA
    • RISOTTÓ
    • PIZZUR
    • AÐALRÉTTIR
    • EFTIRRÉTTIR
    • BRAUÐ OG KÖKUR
    • SÓSUR OG PESTÓ
  • FERÐALAGIÐ
    • AMALFÍ
    • BERGAMO
    • BOLOGNA
    • CAPRI
    • CINQUE TERRE
    • FENEYJAR
    • FLÓRENS
    • GENÓA
    • LUCCA
    • MINORI
    • MÍLANÓ
    • PARMA
    • PISA
    • PORTOFINO
    • POSITANO
    • RAVELLO
    • SAN GIMIGNANO
    • SAN REMO
    • SIENA
    • TÓRÍNÓ
    • TRIESTE
    • VERONA
    • VIAREGGIO
  • UM MINITALIA

Chillipiparinn er ekki kallaður "Il Viagra Calabrese" fyrir ekki neitt

3/3/2015

0 Comments

 
Bragðsterkur matur er kannski ekki það sem fyrsta  kemur upp í hugann þegar minnst er á ítalska matargerð. Upp í hugann kemur miklu frekar atriði eins og fjölbreytni, einfaldleiki og áhersla á gæði hráefnanna. Þetta er raunin í norðurhluta landsins og allt suður til Rómar. En þá er eins og eitthvað breytist, maður fer að finna fyrir biti chilipiparsins, bæði á pizzunum og í  pastaréttum á borð við Spaghetti all‘amatriciana og Penne all‘Arrabbiata. Og þegar haldið er áfram suður á bóginn eykst chilibragðið til muna og maturinn verður sífellt sterkari. Svo þegar komið er í héruð á borð við Basilicata, Calabria og Puglia finnur maður chilibragðið af öllum réttum, einungis mismikið. Allt fær sinn skerf af chillipiparnum, hvort sem við erum að tala um salami, ólífuolíu, súkkulaði, grappa eða jafnvel ítalska ísinn sem fer ekki varhluta af þessari miklu notkun.
Picture
Þegar líður að hausti má víða á Suður-Ítalíu sjá búntin af chilipipar hangandi fyrir utan hvert einasta hús. Íbúar þessara héraða þurrka náttúrulega heilan helling til að safna í sarpinn fyrir veturinn, allt spurning um að eiga nóg. Í upphafi byrjaði fólkið á Suður-Ítalíu að bryðja chilipiparinn til þess að halda malaríu í skefjum. En þó hættan af malaríusmiti sé ekki til staðar í dag þá hefur fólkið í þessum héruðum haldið áfram að háma í sig chilipiparinn eins og enginn sé morgundagurinn. Margir vilja meina að peperoncino piccante, eða sterkur chilipipar, sé allra meina bót enda kallaður "Il Viagra Calabrese"

Nokkrir réttir á MINITALIA sem innihalda Peperoncino, eða chilipipar: Spaghetti all'amatriciana - Penne all'Arrabbiata - Pollo alla cacciatora - Spaghetti aglio, olio e peperoncino.

0 Comments



Leave a Reply.

© 2013 Minitalia.is - Allur réttur áskilinn - [email protected]