Tómatar eru einhvern veginn svo órjúfanlegur hluti af ítalskri matarmenningu að það er erfitt að ímynda sér að tómaturinn hafi ekki borist til Ítalíu fyrr en á 16. öld þegar farið var í leiðangra til Mexíkó og Perú. Helstu heimildir um tómata á Ítalíu eru frá 31. Október 1548 þegar ráðsmaður Medici-fjölskyldunnar lætur vita að karfa, full af tómötum, hafi borist heilu og höldnu sem send hafi verið frá bænum Torre del Gallo.
Tómatar eru auðugir af bæði vítamínum og steinefnum og þóttu þeir auka kynhvöt karlmanna og gengu undir nafninu “pomme’amour”, eða ástarepli. Síðar breyttist nafnið í “pomme d’oro”, eða gullepli, eftir grísku goðsögunni um hinar fögru dísir sólarlagsins sem gættu gulleplanna og hefur nafnið “pomodoro” æ síðan verið notað yfir tómata á Ítalíu.
Á sumrin er hægt að nálgast endalaust úrval af dásamlegum tegundum af ferskum tómötum, hvort sem við erum að tala um lítt þroskaða, græna tómata sem oft eru notaðir í salöt, þá rauðu, hnöttóttu sem einkum eru fylltir hrísgrjónum, eða San Marzano-tómatarnir, eða plómutómatarnir, sem eru notaðir í sósur og eru oft soðnir niður og fluttir út um allan heim.
Á sumrin er hægt að nálgast endalaust úrval af dásamlegum tegundum af ferskum tómötum, hvort sem við erum að tala um lítt þroskaða, græna tómata sem oft eru notaðir í salöt, þá rauðu, hnöttóttu sem einkum eru fylltir hrísgrjónum, eða San Marzano-tómatarnir, eða plómutómatarnir, sem eru notaðir í sósur og eru oft soðnir niður og fluttir út um allan heim.
Þegar líður að hausti þá er farið að hugsa að sjóða niður tómata til vetrarins, nýta uppskeru sumarsins. Tómatarnir eru þvegnir og fara síðan í gegnum einfaldan búnað sem fjarlægir hýði og fræ. Maukinu sem á eftir verður er síðan hellt á flöskur ásamt einu eða tveimur basilíkublöðum. Síað maukið kallast “passato” og nálgast út í búð en margar ítalskar fjölskyldur leggja enn metnað sinn í búa sjálf til sinn eigin lager af “passato” fyrir veturinn.
Niðursoðnir, afhýddir tómatar kallast “pelati” eru líka oft notaðir í pastasósur. Tómatarnir eru látnir liggja í sjóðandi vatni í örfáar mínútur en að því loknu eru þeir látnir liggja í fáeinar sekúndur i ísköldu vatni áður en þeir eru afhyddir og settir á krukkur og dósir.
Á Ítalíu er að finna endalaust úrval af tómötum, sumar tegundir eru árstíðabundnar á meðan aðrar eru bundnar við ákveðin landssvæði. Helstu tegundir ítalskra tómatar eru hinir ílöngu San Marzano, Ciliegino, Pachino, Piennolo, Tondo Insalataro, Cuore di Bue og að lokum hinir risastóru Di Belmonte sem geta orðið um og yfir kíló að þyngd.
Það eru líka til endalaus afbrigði af dásamlegum tómatsósum á Ítalíu, hver fjölskylda á sína leyniuppskrift sem gengið hefur mann fram af manni og allir hafa skoðanir á því hvernig á að búa til hina fullkomnu tómatssósu. Það eru engar tvær tómatsósur eins, þær hafa allar á einhvern hátt breytilega skapgerð eins og sikileyska orðatiltækið segir: Cambia sempre come la salsa eða “hann er síbreytilegur, eins og sósa.
Í lokin koma hérna nokkur virkilega góð dæmi um ítalskar pastasósur þar sem uppistaðan eru tómatar:
Niðursoðnir, afhýddir tómatar kallast “pelati” eru líka oft notaðir í pastasósur. Tómatarnir eru látnir liggja í sjóðandi vatni í örfáar mínútur en að því loknu eru þeir látnir liggja í fáeinar sekúndur i ísköldu vatni áður en þeir eru afhyddir og settir á krukkur og dósir.
Á Ítalíu er að finna endalaust úrval af tómötum, sumar tegundir eru árstíðabundnar á meðan aðrar eru bundnar við ákveðin landssvæði. Helstu tegundir ítalskra tómatar eru hinir ílöngu San Marzano, Ciliegino, Pachino, Piennolo, Tondo Insalataro, Cuore di Bue og að lokum hinir risastóru Di Belmonte sem geta orðið um og yfir kíló að þyngd.
Það eru líka til endalaus afbrigði af dásamlegum tómatsósum á Ítalíu, hver fjölskylda á sína leyniuppskrift sem gengið hefur mann fram af manni og allir hafa skoðanir á því hvernig á að búa til hina fullkomnu tómatssósu. Það eru engar tvær tómatsósur eins, þær hafa allar á einhvern hátt breytilega skapgerð eins og sikileyska orðatiltækið segir: Cambia sempre come la salsa eða “hann er síbreytilegur, eins og sósa.
Í lokin koma hérna nokkur virkilega góð dæmi um ítalskar pastasósur þar sem uppistaðan eru tómatar: