Það er ekki tilviljun að Mílanó sé talin vera ein af helstu tískuborgum veraldar. Þar er endalaust úrval af guðdómlega fallegum verslunum, gríðarstórar tískuvikur haldnar nokkrum sinnum á ári og áttavilltar fyrirsætur á hverju strái. En sú staðreynd að borgin sé ein helsta tískuborg heims gerir það að verkum að oft á tíðum er verðlagið hátt og ekki fyrir hvern sem er að versla sér föt frá Giorgio Armani, Prada eða Gucci frá toppi til táar. Ekki örvænta!!! Í borginni er að sjálfsögðu að finna verslanir á borð við H&M, Zara, Berskha og Camper, fjöldann allan af götumörkuðum og hin ýmsu outlet sem bjóða upp á varning frá öllum helstu tískuhúsunum með 50-80 afslætti. Það geta sem sagt allir fundið sér eitthvað við sitt hæfi í verslunarborginni Mílanó.
Hinn víðfrægi tískuþríhyrningur
Quadrilatero della Moda, eða tískuþríhyrningurinn, er víðfrægt verslunarsvæði sem afmarkast af þremur frægrum torgum í miðborg Mílanó, þ.e. Piazza Duomo, Pazza Cavour og Piazza San Babila. Þarna er að finna verslunargötur á borð við Via Montenapoleone, Via della Spiga, Via Sant’Andrea og Via Manzoni. En við þessar götur er að finna glæsilegustu verslanir og sýningarsali veraldar, t.d. verslanir tískuhúsa á borð Louis Vuitton, Dolce& Gabbana, Armani, Prada, Cavalli, Gucci og svona mætti lengi telja. Við skulum taka þrjár af þessum götum og kíkja hvaða verslanir eru þarna að finna:
Via Montenapoleone: nr.1 La Perla; nr.2 Louis Vuitton; nr.4 Ralph Lauren; nr.5 Bottega Venezia; nr.6 Sergio Rossi; nr.7 Gucci; nr.8 Prada; nr.10 Armani; nr.11 Gianni Versace; nr.20 Valentino; nr.21 Alberta Ferretti; nr.21 Christian Dior.
Via Della Spiga: nr.2 Dolce &Gabbana; nr.9 Fendi; nr.18 Prada; nr.19 Armani; nr.26 Dolce & Gabbana; nr.30 Just Cavalli; nr.33 Byblos; nr.42 Roberto Cavalli; nr.50 Marni.
Via Sant’Andrea: nr.2 Missoni; nr.5 Trussardi; nr.9 Kenzo; nr.9 Giorgio Armani; nr.10 Chanel; nr.12 Moschino; nr.14 Gianni Versace; nr.15 Gianfranco Ferré; nr.17 Barbara Bui; nr.21 Miu Miu; nr.21 Hermès, ; nr.21 Prada.
Quadrilatero della Moda, eða tískuþríhyrningurinn, er víðfrægt verslunarsvæði sem afmarkast af þremur frægrum torgum í miðborg Mílanó, þ.e. Piazza Duomo, Pazza Cavour og Piazza San Babila. Þarna er að finna verslunargötur á borð við Via Montenapoleone, Via della Spiga, Via Sant’Andrea og Via Manzoni. En við þessar götur er að finna glæsilegustu verslanir og sýningarsali veraldar, t.d. verslanir tískuhúsa á borð Louis Vuitton, Dolce& Gabbana, Armani, Prada, Cavalli, Gucci og svona mætti lengi telja. Við skulum taka þrjár af þessum götum og kíkja hvaða verslanir eru þarna að finna:
Via Montenapoleone: nr.1 La Perla; nr.2 Louis Vuitton; nr.4 Ralph Lauren; nr.5 Bottega Venezia; nr.6 Sergio Rossi; nr.7 Gucci; nr.8 Prada; nr.10 Armani; nr.11 Gianni Versace; nr.20 Valentino; nr.21 Alberta Ferretti; nr.21 Christian Dior.
Via Della Spiga: nr.2 Dolce &Gabbana; nr.9 Fendi; nr.18 Prada; nr.19 Armani; nr.26 Dolce & Gabbana; nr.30 Just Cavalli; nr.33 Byblos; nr.42 Roberto Cavalli; nr.50 Marni.
Via Sant’Andrea: nr.2 Missoni; nr.5 Trussardi; nr.9 Kenzo; nr.9 Giorgio Armani; nr.10 Chanel; nr.12 Moschino; nr.14 Gianni Versace; nr.15 Gianfranco Ferré; nr.17 Barbara Bui; nr.21 Miu Miu; nr.21 Hermès, ; nr.21 Prada.
Ein elsta verslunarmiðstöð í heimi
Í Mílanó er ennfremur að finna eina elstu verslunarmiðstöð í heimi, Galleria Vittorio Emanuele, sem opnuð var árið 1867. Í Galleria Vittorio Emanuele er að finna verslanir á borð við Louis Vuitton, Gucci og Prada en þess má geta að Prada hefur rekið þar verslun óslitið síðan 1913.
Galleria Vittorio Emanuele tengir saman Piazza della Scala, torgið fyrir framan hið fræga óperuhús, og Piazza del Duomo, hið gríðarstóra torg fyrir framan dómkirkjuna.
Í Mílanó er ennfremur að finna eina elstu verslunarmiðstöð í heimi, Galleria Vittorio Emanuele, sem opnuð var árið 1867. Í Galleria Vittorio Emanuele er að finna verslanir á borð við Louis Vuitton, Gucci og Prada en þess má geta að Prada hefur rekið þar verslun óslitið síðan 1913.
Galleria Vittorio Emanuele tengir saman Piazza della Scala, torgið fyrir framan hið fræga óperuhús, og Piazza del Duomo, hið gríðarstóra torg fyrir framan dómkirkjuna.
10 Corso Como – og til varð hugtakið „concept-store“
Það er skylda að kíkja í verslunina 10 Corso Como við samnefnda götu sem hefur verið starfandi síðan 1990. Verslunin býður upp á óendanlega fallegt úrval af tískufatnaði og hönnunarvörum ásamt því að reka sýningarsal, kaffihús, veitingastað og lítið hótel með þremur herbergjum. Í kjölfar vinsælda verslunarinnar hafa sprottið upp verslanir og veitinga- og skemmtistaðir eins og gorkúlur í nágrenninu og sér ekki fyrir endann á þeirri þróun.
Ekki einungis rándýr merkjavara
Þeir sem eru að leita að einhverju öðru en rándýrri merkjavöru ættu ekki að örvænta. Þeir ættu að þræða götur á borð við Via Torino, Corso di Porta Ticinese, Corso Buenos Aires og Corso Vercelli. Þar er að finna verslanir á borð við H&M, Zara, Bershka, Levis, Diesel, Tezenis, Foot Locker, Benetton, Camper og svona væri hægt að halda áfram endalaust.
Merkjavara á lægra verði
Í borginni er einnig að finna outlet sem selja vörur frá mörgum af helstu tískuhúsum borgarinnar á 50-80% afslætti, t.d. 10 Corso Como Outlet (Via Tazzoli 3), La Salvagente (Via Fratelli Bronzetti 16), Basement (Via Senato 15) og Dmagazine Outlet er að finna á þremur stöðum í borginni (Via Bigli 4, Via Manzoni 44 og Via Forcella 13).
Það er skylda að kíkja í verslunina 10 Corso Como við samnefnda götu sem hefur verið starfandi síðan 1990. Verslunin býður upp á óendanlega fallegt úrval af tískufatnaði og hönnunarvörum ásamt því að reka sýningarsal, kaffihús, veitingastað og lítið hótel með þremur herbergjum. Í kjölfar vinsælda verslunarinnar hafa sprottið upp verslanir og veitinga- og skemmtistaðir eins og gorkúlur í nágrenninu og sér ekki fyrir endann á þeirri þróun.
Ekki einungis rándýr merkjavara
Þeir sem eru að leita að einhverju öðru en rándýrri merkjavöru ættu ekki að örvænta. Þeir ættu að þræða götur á borð við Via Torino, Corso di Porta Ticinese, Corso Buenos Aires og Corso Vercelli. Þar er að finna verslanir á borð við H&M, Zara, Bershka, Levis, Diesel, Tezenis, Foot Locker, Benetton, Camper og svona væri hægt að halda áfram endalaust.
Merkjavara á lægra verði
Í borginni er einnig að finna outlet sem selja vörur frá mörgum af helstu tískuhúsum borgarinnar á 50-80% afslætti, t.d. 10 Corso Como Outlet (Via Tazzoli 3), La Salvagente (Via Fratelli Bronzetti 16), Basement (Via Senato 15) og Dmagazine Outlet er að finna á þremur stöðum í borginni (Via Bigli 4, Via Manzoni 44 og Via Forcella 13).
Oft þess virði að leita vel á mörkuðum
Það eru ennfremur nokkrir götumarkaðir í borginni sem vert er að skoða og þar leynast oft gersemar sem finnast við nokkra leit. Helstu markaðir borgarinnar eru eftirfarandi:
Mercatone del Naviglio Grande er stærsti markaður borgarinnar sem haldinn er síðasta sunnudag hvers mánaðar milli kl. 9.00 og 18.30. Þar er hægt að finna endalaust úrval að húsgögnum, húsbúnaði og öðrum varningi sem kominn er til ára sinna. Markaðurinn teygir sig um allan Naviglio Grande og hliðargötur út frá honum. Hér um að gera að leita vel og lengi því hér leynast gersemar.
Fiera del Sinigaglia er opinn á hverjum laugardegi við Naviglio Grande, frá kl. 9.00 og fram eftir degi. Þarna er hægt að finna allt milli himins og jarðar og alveg þess virði að kíkja við og gramsa pínulítið.
Götumarkaðurinn á Via Fauché er flottur markaður þar sem áherslan er á varning frá stóru vörumerkjunum, nokkurs konar outlet undir berum himni. Sérstaklega hægt að gera góð kaup í töskum og skóm. Markaðurinn er opinn á þriðjudögum frá kl. 8.00 til kl. 14.00 og laugadögum frá kl. 8.00 til kl. 18.00.
Mercato di Viale Papiniano er einn af stóru mörkuðunum í borginni þar sem hægt er að finna tískufatnað, húsbúnað, mat og svo mætti lengi telja. Markaðurinn er opinn á þriðjudögum á milli 7.30-13.00 og á laugadögum á milli kl. 7.30-17.00.
Það eru ennfremur nokkrir götumarkaðir í borginni sem vert er að skoða og þar leynast oft gersemar sem finnast við nokkra leit. Helstu markaðir borgarinnar eru eftirfarandi:
Mercatone del Naviglio Grande er stærsti markaður borgarinnar sem haldinn er síðasta sunnudag hvers mánaðar milli kl. 9.00 og 18.30. Þar er hægt að finna endalaust úrval að húsgögnum, húsbúnaði og öðrum varningi sem kominn er til ára sinna. Markaðurinn teygir sig um allan Naviglio Grande og hliðargötur út frá honum. Hér um að gera að leita vel og lengi því hér leynast gersemar.
Fiera del Sinigaglia er opinn á hverjum laugardegi við Naviglio Grande, frá kl. 9.00 og fram eftir degi. Þarna er hægt að finna allt milli himins og jarðar og alveg þess virði að kíkja við og gramsa pínulítið.
Götumarkaðurinn á Via Fauché er flottur markaður þar sem áherslan er á varning frá stóru vörumerkjunum, nokkurs konar outlet undir berum himni. Sérstaklega hægt að gera góð kaup í töskum og skóm. Markaðurinn er opinn á þriðjudögum frá kl. 8.00 til kl. 14.00 og laugadögum frá kl. 8.00 til kl. 18.00.
Mercato di Viale Papiniano er einn af stóru mörkuðunum í borginni þar sem hægt er að finna tískufatnað, húsbúnað, mat og svo mætti lengi telja. Markaðurinn er opinn á þriðjudögum á milli 7.30-13.00 og á laugadögum á milli kl. 7.30-17.00.