Það er gott að fara út að borða í Mílanó, mikið og fjölbreytt framboð af veitingastöðum, kaffihúsum og börum. En að sjálfsögðu eru staðirnir mismunandi góðir og verðlagið upp og niður allan skalann. Langflestir af veitingastöðum borgarinnar bjóða upp á hið ítalska eldhús en að sjálfsögðu er líka að finna veitingastaði í borginni frá öllum heimshornum.
Flestir Ítalir snæða ekki matarmikinn morgunmat eins og við þekkjum hann. Þeir kíkja við á barnum sínum, kjafta við kaffibarþjóninn sinn og fá sér cappuccino og briosce sem er ítalska útgáfan af því sem við Íslendingar köllum smjördeigshorn.
Hádegisverður er oftast snæddur á milli kl. 11.30 og 14. 30 og bjóða mörg veitingahús upp á hádegismatseðil sem er breytilegur frá degi til dags, kallast á ítölsku „menu fisso“, og á góðum veitingahúsum getur maður oft fengið mikið fyrir peninginn.
Flestir Ítalir snæða ekki matarmikinn morgunmat eins og við þekkjum hann. Þeir kíkja við á barnum sínum, kjafta við kaffibarþjóninn sinn og fá sér cappuccino og briosce sem er ítalska útgáfan af því sem við Íslendingar köllum smjördeigshorn.
Hádegisverður er oftast snæddur á milli kl. 11.30 og 14. 30 og bjóða mörg veitingahús upp á hádegismatseðil sem er breytilegur frá degi til dags, kallast á ítölsku „menu fisso“, og á góðum veitingahúsum getur maður oft fengið mikið fyrir peninginn.
Það er í sjálfu sér ekki farið mjög seint út að borð í Mílanó líkt og t.d. í Róm eða Flórens. Í Mílanó er kvöldverður oftast nær snæddur á milli kl. 19.30 og 21.30. Oft er kíkt á bar í aperitivo fyrir kvöldverð en sú hefð hefur skapast í borginni að á milli kl. 19.00 og 21.00 er hægt að fá sér drykk og á sama tíma gæða sér á skemmtilegum smáréttum. Þessi skemmtilega hefði er tilvalin til þess að æra hungrið í manni rétt fyrir matinn, kíkja á mannlífið og byrja kvöldið snemma. Fátækir stúdentar í borginni líta oft á aperitivo sem máltíð í sjálfu sér og á meðal þeirra verða barir með góðum aperitivo oft frægir á örskotsstundu.
Nánast öll veitingahús í borginni innheimta svokallað borðgjald sem er oftast tvær evrur á mann. Ítalír gefa oftast ekki þjórfé á veitingastöðum og börum, en að sjálfsögðu má gefa þjórfé ef maður hefur fengið virkilega góða þjónustu.
Nánast öll veitingahús í borginni innheimta svokallað borðgjald sem er oftast tvær evrur á mann. Ítalír gefa oftast ekki þjórfé á veitingastöðum og börum, en að sjálfsögðu má gefa þjórfé ef maður hefur fengið virkilega góða þjónustu.
Hérna koma nokkrar góðar pizzeríur sem ég þekki vel af eigin raun:
La Fabbrica
Hérna er hægt að gæða sér á mjög góðum pizzum í flottu umhverfi og skemmtilegri stemmingu.
Pizzeria Tradizionale
Flott staður sem býður ekki einungis upp á góðar pizzur heldur er hægt að fá góðan mat af fjölbreyttum matseðli.
Pizzeria del Ticinese
Lítill staður sem býður upp á virkilega góðar pizzur í notalegu og fallegu umhverfi. Mikil áhersla lögð á uppruna hráefnanna og að þau séu framleidd á sem náttúrulegastan hátt.
Og svo koma hérna fáeinir veitingastaðir sem ég get mælt með:
Officina 12
Töff staður sem býður upp á góðan mat í góðri stemmingu. Stór og flottur bar í miðjum staðnum þar sem gaman er að setjast niður í drykk meðan beðið er eftir borði.
Trattoria Toscana
Trattoria Toscana er sambland af góðum veitingastað og skemmtilegum bar sem býður upp á gott "aperitvio". Látið ekki útlit staðarins fæla ykkur frá, kíkið inn og staðurinn mun koma ykkur skemmtilega á óvart.
Osteria Giulio pane e Ojo
Lítil ostería sem er svo sannarlega þess virði að heimsækja. Matseðillinn breytist frá degi til dags. Mæli sérstaklega með að kíkja á þennan stað í hádeginu en þá bjóða þeir upp á matseðil á einungis 10 evrur.
Pescheria da Claudio
Pescheria da Claudio er í grunninn fiskbúð sem býður upp á ferskan fisk á besta stað í borginni. En í hádeginu og á kvöldin breytist hann í dásamlegan "aperitivo" stað sem býður upp á ýmsar tegundir af hráum fisk, nokkurs konar sushi en samt svo allt öðruvísi. Glas af prosecco fylgir hverjum disk.
La Fabbrica
Hérna er hægt að gæða sér á mjög góðum pizzum í flottu umhverfi og skemmtilegri stemmingu.
Pizzeria Tradizionale
Flott staður sem býður ekki einungis upp á góðar pizzur heldur er hægt að fá góðan mat af fjölbreyttum matseðli.
Pizzeria del Ticinese
Lítill staður sem býður upp á virkilega góðar pizzur í notalegu og fallegu umhverfi. Mikil áhersla lögð á uppruna hráefnanna og að þau séu framleidd á sem náttúrulegastan hátt.
Og svo koma hérna fáeinir veitingastaðir sem ég get mælt með:
Officina 12
Töff staður sem býður upp á góðan mat í góðri stemmingu. Stór og flottur bar í miðjum staðnum þar sem gaman er að setjast niður í drykk meðan beðið er eftir borði.
Trattoria Toscana
Trattoria Toscana er sambland af góðum veitingastað og skemmtilegum bar sem býður upp á gott "aperitvio". Látið ekki útlit staðarins fæla ykkur frá, kíkið inn og staðurinn mun koma ykkur skemmtilega á óvart.
Osteria Giulio pane e Ojo
Lítil ostería sem er svo sannarlega þess virði að heimsækja. Matseðillinn breytist frá degi til dags. Mæli sérstaklega með að kíkja á þennan stað í hádeginu en þá bjóða þeir upp á matseðil á einungis 10 evrur.
Pescheria da Claudio
Pescheria da Claudio er í grunninn fiskbúð sem býður upp á ferskan fisk á besta stað í borginni. En í hádeginu og á kvöldin breytist hann í dásamlegan "aperitivo" stað sem býður upp á ýmsar tegundir af hráum fisk, nokkurs konar sushi en samt svo allt öðruvísi. Glas af prosecco fylgir hverjum disk.
Að lokum er hér fyrir neðan fáeinar þumalputtareglur til að fara eftir í leit sinni að góðum veitingastað í Mílanó á viðráðanlegu verði en að sjálfsögðu eiga þessar reglur við flestar borgir landsins:
1. Í hvaða hverfi ertu staddur?
Ef þú ert t.d staddur í kringum Duomo eða Brera þá máttu búast við því að greiða miklu hærra verð en í mörgum öðrum hverfum borgarinnar. Um leið og maður er komin lítið eitt út úr miðborginni þá lækka verðin en ekkert endilega gæðin.
2. Eru Ítalir að borða á staðnum?
Það er alltaf góð vísbending ef Ítalir stunda grimmt viðkomandi stað en ef það eru eingöngu töluð erlend tungumál á staðnum er betra að halda sér fjarri.
3. Hvernig er matseðilinn?
Ef matseðillinn er prentaður með mörgum tugum rétta, jafnvel með ljósmyndum, þá bendir það til þess að réttirnir eru gerðir fyrirfram. Leitaðu frekar að veitingastöðum þar sem matseðillinn er handskrifaður á pappírsörk eða krítartöflu, þar eru miklar líkur á því að staðurinn bjóði upp á ferskasta hráefni sem fáanlegt er hverju sinni.
4. Spurðu þá sem búa í hverfinu.
Það er alltaf vænlegt til árangur að spyrja þá sem búa í hverfinu þar sem þeir gefa manni upp í flestum tilfellum nöfnin á sínum uppáhaldsstöðum.
1. Í hvaða hverfi ertu staddur?
Ef þú ert t.d staddur í kringum Duomo eða Brera þá máttu búast við því að greiða miklu hærra verð en í mörgum öðrum hverfum borgarinnar. Um leið og maður er komin lítið eitt út úr miðborginni þá lækka verðin en ekkert endilega gæðin.
2. Eru Ítalir að borða á staðnum?
Það er alltaf góð vísbending ef Ítalir stunda grimmt viðkomandi stað en ef það eru eingöngu töluð erlend tungumál á staðnum er betra að halda sér fjarri.
3. Hvernig er matseðilinn?
Ef matseðillinn er prentaður með mörgum tugum rétta, jafnvel með ljósmyndum, þá bendir það til þess að réttirnir eru gerðir fyrirfram. Leitaðu frekar að veitingastöðum þar sem matseðillinn er handskrifaður á pappírsörk eða krítartöflu, þar eru miklar líkur á því að staðurinn bjóði upp á ferskasta hráefni sem fáanlegt er hverju sinni.
4. Spurðu þá sem búa í hverfinu.
Það er alltaf vænlegt til árangur að spyrja þá sem búa í hverfinu þar sem þeir gefa manni upp í flestum tilfellum nöfnin á sínum uppáhaldsstöðum.