MINITALIA
  • HEIM
  • HÉRUÐ ÍTALÍU
    • ABRUZZO
    • BASILICATA
    • CALABRÍA
    • CAMPANÍA
    • EMILIA - ROMAGNA
    • FRIULI - VENEZIA GIULIA
    • LAZIO
    • LÍGÚRÍA
    • LOMBARDÍA
    • MARCHE
    • MOLISE
    • PIEMONTE
    • PUGLIA
    • SARDINÍA
    • SIKILEY
    • TOSKANA
    • TRENTINO - ALTO ADIGE
    • ÚMBRÍA
    • VALLE D'AOSTA
    • VENETO
  • UPPSKRIFTIR
    • FORRÉTTIR
    • PASTA
    • RISOTTÓ
    • PIZZUR
    • AÐALRÉTTIR
    • EFTIRRÉTTIR
    • BRAUÐ OG KÖKUR
    • SÓSUR OG PESTÓ
  • VÍNDÓMAR
    • ÍTÖLSK VÍNGERÐ
    • VÍNHÉRUÐ ÍTALÍU >
      • SIKILEY
      • PIEMONTE
      • TOSKANA
      • ÚMBRÍA
      • VENETO
    • RAUÐVÍN
    • HVÍTVÍN
    • KOKTEILAR
  • FERÐALÖG
    • AMALFÍ
    • BOLOGNA
    • CAPRI
    • CINQUE TERRE
    • BERGAMO
    • FENEYJAR
    • GENÓA
    • LUCCA
    • MINORI
    • MÍLANÓ
    • PARMA
    • PISA
    • PORTOFINO
    • POSITANO
    • RAVELLO
    • SAN GIMIGNANO
    • SAN REMO
    • SIENA
    • TÓRÍNÓ
    • TRIESTE
    • VERONA
    • VIAREGGIO
  • LÍFSTÍLL
  • UM MINITALIA

LEONARDO CHIANTI DOCG 2014 - matvænn CHIANTI á mjög góðu verði

11/30/2016

0 Comments

 
Í hjarta Chianti-svæðisins í Toscana er að finna smábæinn Vinci en við hann er kenndur lista- og vísindamaðurinn Leonardo da Vinci. En bærinn er ekki einungis þekktur fyrir sjálfan Leonardo da Vinci heldur eru framleidd þar virkilega góð vín sem vert er að gefa gaum. Í bænum er starfandi vínsamlagið Cantine Leonardo, stofnað árið 1961, sem samanstendur af 200 bændum sem rækta vínvið á u.þ.b. 750 hekturum á svæðunum Chianti og Montalcino í héraðinu Toscana.
Picture
Leonardo Chianti DOCG 2014 er að 85% hluta framleitt úr þrúgunni Sangiovese, 10% úr þrúgunni Merlot og 5% úr hinum ýmsu þrúgum. Vínið er látið þroskast á stáltönkum í 6 mánuði áður en því er tappað á flöskur og sett á markað.

Þetta dökkfjólubláa vín tekur á móti manni með angan af krisuberjum og ferskum, rauðum ávexti, vottur af svörtum pipar. Þetta er vín í flottu jafnvægi, fersk sýra, tannín í mýkri kantinum og eftirbragð með pínulitlum krydduðum tónum. Hér er um að ræða góðan og einfaldan en þó nokkuð kröftugan Chianti á virkilega góðu verði.

Leonardo Chianti DOCG 2014 fær þrjár og hálfa stjörnu – MJÖG GÓÐ KAUP á þessu verði en það kostar einungis kr. 1.999 í vínbúð allra landsmanna.

Hér er um að ræða virkilega matvænt vín sem smellpassar með ýmsum ítölskum réttum, t.d. réttum á borð við pasta, pizzu og risottó.
0 Comments



Leave a Reply.

    Picture
© 2013 Minitalia.is - Allur réttur áskilinn - kjartan@minitalia.is