Vínhúsið Frescobaldi er gamall og rótgróinn framleiðandi í Toscana en saga þess nær allt aftur til aldamótana 1300. Þar hafa hvorki fleiri né færri en þrjátíu kynslóðir sem hafa helgað sér framleiðslu á frábærum vínum frá Toscana.
Vínið sem hér um ræðir heitir Remole IGT 2012 en það er framleitt á Villa de Remole sem staðsett er í hjarta Toscana. Þetta vín er 85% framleitt úr Sangiovese og 15% úr Cabernet Sauvignon. Vínið er látið þroskast í fimm mánuði í stáltönkum áður en það er sett á floöskur og geymt í 2 mánuði áður en það er sett á markað.
Lýsing: Kirsuberjarautt. Létt meðalfylling, ósætt, fersk sýra, miðlungstannín. Kirsuber, jörð, laufkrydd.
Einkunnir ýmissa fagaðila: James Suckling: 88/100 - CellarTracker: 83/100.
Remole IGT 2012 fæst í Vínbúðinni og kostar kr. 2.395.
Njótið vel með bragðmiklum pastaréttum, t.d. Spaghetti all'Amatriciana.
Vínið sem hér um ræðir heitir Remole IGT 2012 en það er framleitt á Villa de Remole sem staðsett er í hjarta Toscana. Þetta vín er 85% framleitt úr Sangiovese og 15% úr Cabernet Sauvignon. Vínið er látið þroskast í fimm mánuði í stáltönkum áður en það er sett á floöskur og geymt í 2 mánuði áður en það er sett á markað.
Lýsing: Kirsuberjarautt. Létt meðalfylling, ósætt, fersk sýra, miðlungstannín. Kirsuber, jörð, laufkrydd.
Einkunnir ýmissa fagaðila: James Suckling: 88/100 - CellarTracker: 83/100.
Remole IGT 2012 fæst í Vínbúðinni og kostar kr. 2.395.
Njótið vel með bragðmiklum pastaréttum, t.d. Spaghetti all'Amatriciana.