MINITALIA
  • AFTUR HEIM
  • HÉRUÐ ÍTALÍU
    • ABRUZZO
    • BASILICATA
    • CALABRÍA
    • CAMPANÍA
    • EMILIA - ROMAGNA
    • FRIULI - VENEZIA GIULIA
    • LAZIO
    • LÍGÚRÍA
    • LOMBARDÍA
    • MARCHE
    • MOLISE
    • PIEMONTE
    • PUGLIA
    • SARDINÍA
    • SIKILEY
    • TOSKANA
    • TRENTINO - ALTO ADIGE
    • ÚMBRÍA
    • VALLE D'AOSTA
    • VENETO
  • UPPSKRIFTIR
    • FORRÉTTIR
    • PASTA
    • RISOTTÓ
    • PIZZUR
    • AÐALRÉTTIR
    • EFTIRRÉTTIR
    • BRAUÐ OG KÖKUR
    • SÓSUR OG PESTÓ
  • FERÐALAGIÐ
    • AMALFÍ
    • BERGAMO
    • BOLOGNA
    • CAPRI
    • CINQUE TERRE
    • FENEYJAR
    • FLÓRENS
    • GENÓA
    • LUCCA
    • MINORI
    • MÍLANÓ
    • PARMA
    • PISA
    • PORTOFINO
    • POSITANO
    • RAVELLO
    • SAN GIMIGNANO
    • SAN REMO
    • SIENA
    • TÓRÍNÓ
    • TRIESTE
    • VERONA
    • VIAREGGIO
  • UM MINITALIA

Aska DOC 2010 - frábært vín frá Bolgheri í Toscana

10/28/2014

0 Comments

 
Picture
Á 5 hektara svæði í Bolgheri í Toscana framleiðir framleiðandinn Castello Banfi tvö vín, annars vegar hvítvínið La Pettegola og hins vegar rauðvínið Aska. Castello Banfi er fjölskyldurekin víngerð, sett á stofn af Mariani fjölskyldunni árið 1978, og hefur á skömmum tíma orðið að einum þekktasta vínframleiðanda í Toscana.

Aska er framleitt eingöngu framleitt úr frönsku þrúgum, þ.e. uppistaðan er Cabernet Sauvignon auk þess sem smá hluti er Cabernet Franc. Vínið er látið þroskast í 10 mánuði á frönskum eikartunnum, síðan er vínið látið þroskast í ákveðinn tíma á flöskum áður en það er sett á markað. Líklegt er talið að þetta vín batni enn frekar á næstu árum og geta liðið mörg ár þar til það nái sínum hæstu hæðum.

Lýsing: Múrsteinsrautt. Dökkkirsuberjarautt. Þétt fylling, þurrt, fersk sýra, mjúk tannín. Kirsuber, sólber, kaffi, krydd, eik.

Einkunnir ýmissa fagaðila: James Suckling: 92/100 – Vinotek: 4,5 stjörnur.

Banfi Aska 2010 fæst í Vínbúðinni og kostar kr. 3.693.

Gott er að umhella víninu með að minnsta kosti klukkutíma fyrirvara til að gefa víninu tækifæri til að opna sig. Njótið vel með rauðu kjöti, villibráð eða meðalþroskuðum ostum.

0 Comments



Leave a Reply.

    Picture
© 2013 Minitalia.is - Allur réttur áskilinn - [email protected]