Vínhúsið Marchesi Aninori er einn stærsti og virtasti vínframleiðandi Ítalíu í dag en sögu þess má rekja allt aftur til ársins 1385. Á áttunda áratug síðustu aldar spilaði Marchesi Antinori stóran þátt í „Super-Tuscan“byltingunni og kom fram með vín á borð við Tignanello, Solaia og Guado al Tasso. En þessi bylting hófst þegar vínbændur í Toscana hófu að setja á markað afburðarvín, svokölluð Super Tuscans, sem uppfylltu ekki skilyrðin til að teljast DOC/G-vín en mörg þeirra öðluðust aftur á móti viðurkenningu víða um heim. Flokkurinn IGT (Indicazione Geografica Tipica) leggur mesta áherslu á uppruna vínanna en síður hvaða þrúgur eru notaðar við víngerðina framleiðsluaðferðir vínanna eða stíl þeirra.
Villa Antinori IGT fellur í þennan flokk en það er 55% framleitt úr Sangiovese, 25% úr Cabernet Sauvignon, 15% úr Merlot og 5% úr Syrah. Þetta vín kom fyrst á markað árið 1928 og var þá flokkað sem Chianti Classico. Á árinu 2001 breytti Piero Antinori, núverandi stjórnandi vínhússins, þeim þrúgum sem notaðar eru í þetta vín og samsetningu þeirra. Það var til þess að í dag er það flokkað sem IGT en ekki Chianti Classico DOCG. Vínið er fyrst látið þroskast 12 mánuði á frönskum, ungverskum og amerískum eikartunnum og síðan látið þroskast í 8 mánuði á flösku áður en það var sett á markað.
Lýsing: Meðalfylling, þurrt, sýruríkt, miðlungstannín. Dökk ber, kirsuber, skógarbotn, nett eik.
Einkunnir ýmissa fagaðila:
James Suckling: 87/100 – Vinotek: 4 stjörnur
Villa Antinori IGT 2010 fæst í Vínbúðinni og kostar kr. 2.999.
Njótið vel með bragðmiklum pastaréttum, grilluðu kjöti og jafnvel villibráð.
Villa Antinori IGT fellur í þennan flokk en það er 55% framleitt úr Sangiovese, 25% úr Cabernet Sauvignon, 15% úr Merlot og 5% úr Syrah. Þetta vín kom fyrst á markað árið 1928 og var þá flokkað sem Chianti Classico. Á árinu 2001 breytti Piero Antinori, núverandi stjórnandi vínhússins, þeim þrúgum sem notaðar eru í þetta vín og samsetningu þeirra. Það var til þess að í dag er það flokkað sem IGT en ekki Chianti Classico DOCG. Vínið er fyrst látið þroskast 12 mánuði á frönskum, ungverskum og amerískum eikartunnum og síðan látið þroskast í 8 mánuði á flösku áður en það var sett á markað.
Lýsing: Meðalfylling, þurrt, sýruríkt, miðlungstannín. Dökk ber, kirsuber, skógarbotn, nett eik.
Einkunnir ýmissa fagaðila:
James Suckling: 87/100 – Vinotek: 4 stjörnur
Villa Antinori IGT 2010 fæst í Vínbúðinni og kostar kr. 2.999.
Njótið vel með bragðmiklum pastaréttum, grilluðu kjöti og jafnvel villibráð.