MINITALIA
  • AFTUR HEIM
  • HÉRUÐ ÍTALÍU
    • ABRUZZO
    • BASILICATA
    • CALABRÍA
    • CAMPANÍA
    • EMILIA - ROMAGNA
    • FRIULI - VENEZIA GIULIA
    • LAZIO
    • LÍGÚRÍA
    • LOMBARDÍA
    • MARCHE
    • MOLISE
    • PIEMONTE
    • PUGLIA
    • SARDINÍA
    • SIKILEY
    • TOSKANA
    • TRENTINO - ALTO ADIGE
    • ÚMBRÍA
    • VALLE D'AOSTA
    • VENETO
  • UPPSKRIFTIR
    • FORRÉTTIR
    • PASTA
    • RISOTTÓ
    • PIZZUR
    • AÐALRÉTTIR
    • EFTIRRÉTTIR
    • BRAUÐ OG KÖKUR
    • SÓSUR OG PESTÓ
  • FERÐALAGIÐ
    • AMALFÍ
    • BERGAMO
    • BOLOGNA
    • CAPRI
    • CINQUE TERRE
    • FENEYJAR
    • FLÓRENS
    • GENÓA
    • LUCCA
    • MINORI
    • MÍLANÓ
    • PARMA
    • PISA
    • PORTOFINO
    • POSITANO
    • RAVELLO
    • SAN GIMIGNANO
    • SAN REMO
    • SIENA
    • TÓRÍNÓ
    • TRIESTE
    • VERONA
    • VIAREGGIO
  • UM MINITALIA

SPAGHETTI ALLA VESUVIANA - tilvalið þegar óvænta gesti ber að garði

8/22/2016

0 Comments

 
Spaghetti alla vesuviana er einn af þessum dásamlegu réttum frá héraðinu Campania sem er í senn einfaldur, þónokkuð fljótlegur og óendanlega bragðgóður. Ítalskar fjölskyldur eiga alltaf þau hráefni í búrskápnum sem þarf í þennan rétt, t.d. ólífur, chilli, kapers og hvítlauk. Þetta er því tilvalinn réttur til að grípa í þennan rétt þegar óvænta gesti ber að garði og maður þarf að rigga upp veislu á skömmum tíma.
Picture
Matur fyrir fjóra - Undirbúningur: 10 mínútur - Eldamennska: 25 mínútur

Hráefni

1) 400 gr spaghettí 2) 3 stk hvítlauksrif 3) 1 stk stór chillibelgur 4) 1 stk af tómötum í dós 5) 80 gr grænar ólífur, skornar í sneiðar 6) 30 gr. kapers 7) 5 msk ólífuolía 8) 60 gr parmesan 9) 200 ml pastavatn, tekið frá þegar hellt er af pastanu. 10) oreganó 11) salt 12) pipar

Aðferð
1) Hitið ólífuolíuna á góðri pönnu. 2) Bætið hvítlauknum ásamt 3) chilli á pönnuna og látið þetta svitna í nokkrar mínútur á frekar lágum, alls ekki láta hvítlaukinn brenna. 4) Bætið því næst tómötunum á pönnuna ásamt einni teskeið af sykri og látið þetta malla á lágum hita í fimmtán mínútur, hrærið öðru hvoru.
SKREF 1
SKREF 2
SKREF 3
SKREF 4
Á þessum tímapunkti er tilvalið að hefja pastasuðuna. 5) Bætið ólífunum á pönnuna 6) ásamt kapersinu, 7) salti og nýmöluðum pipar eftir smekk. Látið malla áfram í nokkrar mínútur. 8) Þegar pastað er "al dente" þá bætir maður því út í sósuna og blandar vel saman, bætið við 200 millilítrum af pastavatninu og látið malla í 1-2 mínútur. Bætið svo rifnum parmesan yfir herlegheitin, blandið vel saman við og berið réttinn strax fram.
SKREF 5
SKREF 6
SKREF 7
SKREF 8
0 Comments



Leave a Reply.

© 2013 Minitalia.is - Allur réttur áskilinn - [email protected]