Þegar maður heyrir "Trofie alla Ligure" þá ímyndar maður sér pasta með pestó sem er svo einkennandi fyrir héraðið Lígúría en þá skjátlast manni. Þessi dásamlegi pastaréttur einkennist af dásamlegri tómatssósu sem bragðbætt er með svörtum ólífum, steinselju, parmesan og síðast en ekki síst basilíku sem vex eins og arfi upp um allar fjallshlíðar þessa stórfenglega héraðs.
Hráefni fyrir 4-5
1) 500 gr trofie, að sjálfsögðu er hægt að nota aðrar tegundir, t.d. penne eða fusili. 2) 1 stk dós af niðursoðnum tómötum 3) 5 matskeiðar af svörtum ólífum, skornum í sneiðar. 4) 1 glas af hvítvíni 5) 1 stk blaðlaukur, skorinn í mjög þunnar sneiðar. 6) Ein lúka af steinselju, skorin smátt 7) Ein lúka af basilíku, skorin smátt 8) 80 gr af nýrifnum parmesan 9) ólífuolía 10) salt 11) pipar.
Aðferð
1) Hitið ólífuolíu á góðri pönnu. 2) Bætið fyrst steinseljuna saman við, 3) ásamt blaðlauknum 4) og leyfum þessu steikjast á miðlungshita í 3-4 mínútur. Bætið út á pönnuna einu hvítvínsglasi og leyfið því að sjóða niður.
1) 500 gr trofie, að sjálfsögðu er hægt að nota aðrar tegundir, t.d. penne eða fusili. 2) 1 stk dós af niðursoðnum tómötum 3) 5 matskeiðar af svörtum ólífum, skornum í sneiðar. 4) 1 glas af hvítvíni 5) 1 stk blaðlaukur, skorinn í mjög þunnar sneiðar. 6) Ein lúka af steinselju, skorin smátt 7) Ein lúka af basilíku, skorin smátt 8) 80 gr af nýrifnum parmesan 9) ólífuolía 10) salt 11) pipar.
Aðferð
1) Hitið ólífuolíu á góðri pönnu. 2) Bætið fyrst steinseljuna saman við, 3) ásamt blaðlauknum 4) og leyfum þessu steikjast á miðlungshita í 3-4 mínútur. Bætið út á pönnuna einu hvítvínsglasi og leyfið því að sjóða niður.
5) Bætið nú tómötunum á pönnuna 6) og bætið síðan svörtu ólífunum saman við og blandið öllum vel saman. Á þessum tímapunkti er tilvalið að sjóða pastað, farið eftir leiðbeiningunum á pakkanum og ofsjóðið það ekki. Ef þú vilt vita allt um pastasuðu ýttu þá hér. 7) Bætið pastanum saman við og blandið öllu vel saman. 8) Haldið eftir smá magni af pastavetninu og bætið út í sósuna. Sterkjuríkt pastasoðið gefur sósunni mýkra og rjómakenndara yfirbragð.
9) Bætið smátt saxaðri basilíku saman við 10) ásamt nýrifnum parmesan. Hrærið öllu vel saman og berið réttinn strax fram.
Með þessum rétti mælir MINITALIA með Santa Cristina Toscana IGT 2014
Vínið sem hér um ræðir, Santa Cristina IGT, kom fyrst á markað árið 1946. Í upphafi var þetta vín skilgreint sem Chianti Classico en frá árinu 1987 var það fyrst skilgreint sem Vino da Tavola en síðan sem IGT en sá flokkur kom til sögunnar árið 1992 í þeim tilgangi að auka frelsi í ítalskri víngerð. Flokkurinn IGT (Indicazione Geografica Tipica) leggur mesta áherslu á uppruna vínanna en síður hvaða þrúgur eru notaðar við víngerðina framleiðsluaðferðir vínanna eða stíl þeirra.
Santa Cristina Toscana IGT 2014 er framleitt mestmegnis úr þrúgunni Sangiovese en að auki er að finna í litlu magni þrúgurnar Cabernet Sauvignon, Syrah og Merlot. Vínið er látið þroskast til helminga á stáltönkum annars vegar og hins vegar eikartunnum þar sem það fær að þroskast í 6 mánuði.
Þetta rúbínrauða vín tekur á móti manni með miklum angan af dökkum berjum, t.d. sólberjum og kirsuberjum, að auki örlar á eik, jörð og jafnvel lyngi. Í munni er vínið ávaxtaríkt, t.d. er þar að finna kirsuber, hindber og sólber. Hér er um að ræða vín í góðu jafnvægi með mjúkum tannínum, flottri sýru, góðri fyllingu og þó nokkru eftirbragði.
Santa Cristina Toscana IGT 2014 er framleitt mestmegnis úr þrúgunni Sangiovese en að auki er að finna í litlu magni þrúgurnar Cabernet Sauvignon, Syrah og Merlot. Vínið er látið þroskast til helminga á stáltönkum annars vegar og hins vegar eikartunnum þar sem það fær að þroskast í 6 mánuði.
Þetta rúbínrauða vín tekur á móti manni með miklum angan af dökkum berjum, t.d. sólberjum og kirsuberjum, að auki örlar á eik, jörð og jafnvel lyngi. Í munni er vínið ávaxtaríkt, t.d. er þar að finna kirsuber, hindber og sólber. Hér er um að ræða vín í góðu jafnvægi með mjúkum tannínum, flottri sýru, góðri fyllingu og þó nokkru eftirbragði.