Speck Alto Adige PGI er þurrkverkuð skinka, pínulítið reykt, með nokkuð afgerandi bragði. Speck er upprunnið frá héraðinu Suður-Týrol, nyrst á Ítalíu, en þetta svæði hefur verið til skiptis undir stjórn Ítalíu og Austurríkis en varð endanlega hluti af Ítalíu í lok fyrri heimstyrjaldar. Í Suður-Týról, sem staðsett er á mörkum Suður- og Norður-Evrópu, eru aðstæður til framleiðslu þessa dásamlega kjötmetis í einu orði sagt fullkomnar.
Í upphafi var framleiðsluaðferðin fundin upp í þeim tilgangi að geta geymt kjötið lengur en ella. Aðferðin gerði fólki kleift að hafa aðgang að góðu kjöti hvern einasta dag, allan ársins hring. Framleiðslan samanstendur af tveimur mismunandi aðferðum við að varðveita kjöt og lengja endingartíma þess, annars vegar að þurrka það sem er mjög algengt í kringum Miðjarðarhafið og hins vegar að reykja það lítilsháttar sem aftur á móti er algeng aðferð norðar í álfunni. Í héraðinu Suður-Týrol eru kjöraðstæður til þess að stunda þessar tvær aðferðir samhliða, þökk sé fullkominni staðsetningu og þess eintaka loftslags sem ríkir á þessu svæði. Reglan við framleiðsluna er „smá salt, smá reykur og mikið af fersku lofti“. Við framleiðsluna eru notuð söltuð svínalæri sem fyrst eru látin hanga í 3 vikur áður en þau er léttreykt við lágt hitastig og síðan þurrkuð við fullkomnar aðstæður í u.þ.b. 22 vikur.
Speck er í dag oftast borið fram með brauði og glasi af rauðvíni en að auki er það frábært sem álegg á pizzur, samlokur og í hina ýmsu pasta- og risottórétti.
Allar nánari upplýsingar um Speck má finna á heimasíðunni SPECK.IT.
Speck er í dag oftast borið fram með brauði og glasi af rauðvíni en að auki er það frábært sem álegg á pizzur, samlokur og í hina ýmsu pasta- og risottórétti.
Allar nánari upplýsingar um Speck má finna á heimasíðunni SPECK.IT.