Túnfiskur er enn þann dag í dag veiddur í hafinu suður af Ítalíu og fæst nýr túnfiskur á mörkuðum víða um Ítalíu. En þar sem nýr túnfiskur er mjög dýr þá eru ítölsku pastasósurnar oftast nær búnar til úr túnfiski úr dós. Þessi bragðgóði réttur heitir Spaghetti með túnfisk og tómötum, á ítölsku Spaghetti con tonno e pomodoro, er dæmi um hollan, bragðgóðan og matarmikinn rétt sem auðvelt er að búa til.
Hráefni
1) 500 gr spaghetti 2) 2 msk ólífuolía 3) 1 meðalstór laukur 4) 2 hvítlauksrif 5) 2 dósir af tómötum í dós frá góðum framleiðanda, t.d. Ciro eða Del Cecco 6) salt 7) pipar 8) 1 dós af túnfisk, ca. 200 gr 9) 2 msk saxað kapers 10) 4 msk söxuð steinselja.
Aðferð
1) Hitið ólífuolíuna á pönnu og mýkið í henni saxaðan lauk og hvítlauk. 2) Bætið saman við tómötum ásamt safa og látið þetta sjóða duglega í 10 mínútur. Hrærið öðru hverju. 3) Saltið og piprið eftir smekk. 4) Látið renna af túnfiskinum og skiptið honum í flögur. 5) Bætið túnfiskinum saman við ásamt smátt söxuðu kapersinu og látið þetta sjóða áfram í 10 mínútur. 6) Sjóðið pastað, farið eftir leiðbeiningunum á pakkanum og ofsjóðið það ekki. 7) Látið renna af pastanu, hellið sósunni út á og hrærið vel saman. 8) Bætið við saxaðri steinselju og berið réttinn strax fram.
1) 500 gr spaghetti 2) 2 msk ólífuolía 3) 1 meðalstór laukur 4) 2 hvítlauksrif 5) 2 dósir af tómötum í dós frá góðum framleiðanda, t.d. Ciro eða Del Cecco 6) salt 7) pipar 8) 1 dós af túnfisk, ca. 200 gr 9) 2 msk saxað kapers 10) 4 msk söxuð steinselja.
Aðferð
1) Hitið ólífuolíuna á pönnu og mýkið í henni saxaðan lauk og hvítlauk. 2) Bætið saman við tómötum ásamt safa og látið þetta sjóða duglega í 10 mínútur. Hrærið öðru hverju. 3) Saltið og piprið eftir smekk. 4) Látið renna af túnfiskinum og skiptið honum í flögur. 5) Bætið túnfiskinum saman við ásamt smátt söxuðu kapersinu og látið þetta sjóða áfram í 10 mínútur. 6) Sjóðið pastað, farið eftir leiðbeiningunum á pakkanum og ofsjóðið það ekki. 7) Látið renna af pastanu, hellið sósunni út á og hrærið vel saman. 8) Bætið við saxaðri steinselju og berið réttinn strax fram.