Túnfiskur er enn þann dag í dag veiddur í hafinu suður af Ítalíu og fæst nýr túnfiskur á mörkuðum víða um Ítalíu. En þar sem nýr túnfiskur er mjög dýr þá eru ítölsku pastasósurnar oftast nær búnar til úr túnfiski úr dós. Þessi holli, ferski og bragðgóði réttur heitir Spaghetti með túnfisk og sítrónu, á ítölsku Spaghetti con tonno e limone. Þetta er tilvalinn réttur sem gott er að grípa til þegar manni langar í eitthvað gott í mikilli tímaþröng.
Hráefni fyrir fjóra
1) 500 gr spaghetti 2) 2 msk ólífuolía 3) 1 hvítlauksrif 4) 4 msk söxuð steinselja 5) 1 dós af túnfisk, ca. 200 gr 6) safi úr 1 sítrónu 7) 30 gr smjör 8) 60 gr parmesan 9) salt 10) pipar.
Aðferð
1) Látið renna af túnfiskinum og takið hann í sundur. 2) Hitið ólífuolíuna og setjið smátt saxaðan hvítlauk og steinselju út í hana. 3) Hafið vægan hita og hrærið stöðugt í og bætið túnfiskinum smám saman við. Hitinn á að vera svo lítill að ekkert af þessu breyti um lit. 4) Sjóðið pastað, farið eftir leiðbeiningunum á pakkanum og ofsjóðið það ekki. 5) Látið renna af pastanu og setjið það út í túnfiskssósuna góðu og blandið vel saman. 6) Bætið nú við sítrónusafanum, parmesanostinum og smjörinu í litlum bitum. 7) Saltið og piprið eftir smekk. 8) Blandið að lokum öllu vel saman og berið réttinn strax fram.
1) 500 gr spaghetti 2) 2 msk ólífuolía 3) 1 hvítlauksrif 4) 4 msk söxuð steinselja 5) 1 dós af túnfisk, ca. 200 gr 6) safi úr 1 sítrónu 7) 30 gr smjör 8) 60 gr parmesan 9) salt 10) pipar.
Aðferð
1) Látið renna af túnfiskinum og takið hann í sundur. 2) Hitið ólífuolíuna og setjið smátt saxaðan hvítlauk og steinselju út í hana. 3) Hafið vægan hita og hrærið stöðugt í og bætið túnfiskinum smám saman við. Hitinn á að vera svo lítill að ekkert af þessu breyti um lit. 4) Sjóðið pastað, farið eftir leiðbeiningunum á pakkanum og ofsjóðið það ekki. 5) Látið renna af pastanu og setjið það út í túnfiskssósuna góðu og blandið vel saman. 6) Bætið nú við sítrónusafanum, parmesanostinum og smjörinu í litlum bitum. 7) Saltið og piprið eftir smekk. 8) Blandið að lokum öllu vel saman og berið réttinn strax fram.