Spagettí með ætisþistlum og tómötum, á ítölsku „Spaghetti con carciofi e pomodoro“, er virkilega einfaldur, fljótlegur og bragðgóður fyrsti réttur þar sem uppistaðan er spaghetti, ætisþistlar og tómatar.
Hráefni
1) 500 gr spaghetti 2) 2 msk ólífuolía 3) 250 ml af rjóma 4) 25 gr smjör 5) þrjú hvítlauksrif 6) hálfur laukur, fínt saxaður 7) ca. 10 stk. ætisþistlar úr dós (ég kaupi stórar krukkur af ætisþistlum frá vörumerkinu Kirkland sem fæst í Kosti og nota u.þ.b. þriðjung af henni). 8) 1 dós af tómötum frá góðum framleiðanda, t.d. Cirio eða Del Cecco 9) 125 ml kjúklingasoð 10) hálf tsk múskat (má sleppa) 11) 70 gr. parmesan 12) salt 13) pipar 14) Ferskar kryddjurtir, t.d. graslauk eða steinselju.
Aðferð
1) Hitið ólífuolíu og smjör á stórri pönnu og mýkið í henni bæði lauk og hvítlauk í u.þ.b. 2-3 mínútur. 2) Bætið ætisþistlunum og tómötunum á pönnuna. Hitið á góðum hita í 8-10 mínútur, hrærið annað slagið. 3) saltið og piprið eftir smekk 4) Lækkið nú hitann og bætið út í bæði rjóma, kjúklingasoði og múskati og látið þetta malla við lágan hita í nokkrar mínútur eða þar til blandan er orðin vel heit. Slökkvið þá undir pönnunni. 5) Sjóðið pastað, farið eftir leiðbeiningunum á pakkanum og ofsjóðið það ekki. 6) Látið renna af pastanu, blandið parmesanostinum saman við pastað. 7) Látið pastað í stóra skál eða beint á diskana, hellið sósunni yfir, stráið ferskum jurtum yfir að eigin vali og berið fram.
Njótið á góðri stund í faðmi fjölskyldu og vina.
1) 500 gr spaghetti 2) 2 msk ólífuolía 3) 250 ml af rjóma 4) 25 gr smjör 5) þrjú hvítlauksrif 6) hálfur laukur, fínt saxaður 7) ca. 10 stk. ætisþistlar úr dós (ég kaupi stórar krukkur af ætisþistlum frá vörumerkinu Kirkland sem fæst í Kosti og nota u.þ.b. þriðjung af henni). 8) 1 dós af tómötum frá góðum framleiðanda, t.d. Cirio eða Del Cecco 9) 125 ml kjúklingasoð 10) hálf tsk múskat (má sleppa) 11) 70 gr. parmesan 12) salt 13) pipar 14) Ferskar kryddjurtir, t.d. graslauk eða steinselju.
Aðferð
1) Hitið ólífuolíu og smjör á stórri pönnu og mýkið í henni bæði lauk og hvítlauk í u.þ.b. 2-3 mínútur. 2) Bætið ætisþistlunum og tómötunum á pönnuna. Hitið á góðum hita í 8-10 mínútur, hrærið annað slagið. 3) saltið og piprið eftir smekk 4) Lækkið nú hitann og bætið út í bæði rjóma, kjúklingasoði og múskati og látið þetta malla við lágan hita í nokkrar mínútur eða þar til blandan er orðin vel heit. Slökkvið þá undir pönnunni. 5) Sjóðið pastað, farið eftir leiðbeiningunum á pakkanum og ofsjóðið það ekki. 6) Látið renna af pastanu, blandið parmesanostinum saman við pastað. 7) Látið pastað í stóra skál eða beint á diskana, hellið sósunni yfir, stráið ferskum jurtum yfir að eigin vali og berið fram.
Njótið á góðri stund í faðmi fjölskyldu og vina.