Nafnið scarpariello kemur frá orðinu „scarparo“ sem þýðir skósmiður á málýsku borgarinnar Napólí. Þessi fljótgerða og tiltölulega einfalda pastasósa er talin hafa hentað skósmiðum borgarinnar fullkomlega í viðleitni þeirra til þess að töfra fram dýrindis pastasósu á sem allra skemmstum tíma.
Aðalhráefnin í sósunni eru tómatar og blanda af ostategundunum parmesan og pecorino romano. Hér er um að ræða ferskan og virkilega bragðgóðan pastarétt sem rífur í og hrífur mann með sér. Ferskir tómatar, basilíka ásamt hvítlauk og góðum slatta af fersku chilli gera þennan rétt að minnistæðu ævintýri.
Aðalhráefnin í sósunni eru tómatar og blanda af ostategundunum parmesan og pecorino romano. Hér er um að ræða ferskan og virkilega bragðgóðan pastarétt sem rífur í og hrífur mann með sér. Ferskir tómatar, basilíka ásamt hvítlauk og góðum slatta af fersku chilli gera þennan rétt að minnistæðu ævintýri.
Hráefni handa fjórum
1) 400 gr spaghettí 2) 500 gr ferskir litlir tómatar, skornir til helminga. 3) 20 fersk basilíkublöð 4) 35 gr parmesan 5) 35 gr pecorino romano 6) 1 stykki miðlungstór ferskur chillibelgur. 7) 1 stk hvítlauksrif 8) ólífuolía.
Aðferð
1) Hitið olíu á stórri pönnu og bætið smáttsöxuðu chilli á pönnuna ásamt heilu hvítlauksrifi. Látið þetta steikjast á miðlungshita á pönnunni í ca. 3 mínútur, hrærið annað slagið. 2) Bætið fersku tómötunum á pönnuna og 3) látið þá malla á miðlungshita í 12-15 mínútur. 4) Takið hvítlauksrifið úr sósunni.
1) 400 gr spaghettí 2) 500 gr ferskir litlir tómatar, skornir til helminga. 3) 20 fersk basilíkublöð 4) 35 gr parmesan 5) 35 gr pecorino romano 6) 1 stykki miðlungstór ferskur chillibelgur. 7) 1 stk hvítlauksrif 8) ólífuolía.
Aðferð
1) Hitið olíu á stórri pönnu og bætið smáttsöxuðu chilli á pönnuna ásamt heilu hvítlauksrifi. Látið þetta steikjast á miðlungshita á pönnunni í ca. 3 mínútur, hrærið annað slagið. 2) Bætið fersku tómötunum á pönnuna og 3) látið þá malla á miðlungshita í 12-15 mínútur. 4) Takið hvítlauksrifið úr sósunni.
5) Á meðan sósan er malla þá er gott að sjóða pastað, farið eftir leiðbeiningunum á pakkanum og ofsjóðið það ekki. Látið renna af pastanu, setjið það út í pottinn með tómatssósunni og hrærið vel saman. Haldið smá eftir af pastavatninu. 6) Bætið 1 ausu af pastavatninu út í sósuna og hrærið vel saman. 7) Hellið nýrifnum ostinum, bæði pecorino og parmesan, saman við pastað. Hrærið nú öllu vel saman þannig að sósan verði bæði passlega mikil og passlega þykk. Bætið við smá magni af pastavatni ef þið viljið meiri sósu og jafnvel meira af osti ef þið viljið hafa hana þykkari. 8) Setjið réttinn á diska og berið hann strax fram. Gott er að bera réttinn fram með nýrifnum parmesan og ferskri basilíku.
Með þessum rétti mælir MINITALIA með Librandi Ciro Rosso DOC 2014
Þetta stórgóða vín kemur frá vínhúsinu Librandi í héraðinu Calabria sem staðsett er syðst á Ítalíu. Vínhúsið Librandi var stofnað um miðja síðustu öld hefur alla tíð verið er í eigu samnefndrar fjölskyldu sem hefur mikla ástríðu fyrir þeim þrúgum sem eiga uppruna sinn að rekja til héraðsins.
Librandi Ciro Rosso DOC 2014 er framleitt að öllu leyti úr þrúgunni Gaglioppo sem upprunin er frá Calabria og má líkja henni að nokkru leyti við frönsku þrúguna Pinot Noir. Þetta vín er fyrst látið þroskast á stáltönkum til að viðhalda unggæðingslegum karakter þess áður en það er látið þroskast í nokkra mánuði á flösku áður en það er sett á markað.
Ekki láta blekkjast þótt litur þessa víns sé nokkuð ljós, svolítið í anda Pinot Noir, því hér er um að ræða hörkuvín sem svíkur engan. Angan af rauðum ávexti, pínulítið kryddaður, ásamt trönuberjum og plómum. Þroskuð tannín, ágætis fylling, fersk sýra og ljúft eftirbragð. Auðmjúkt og afslappað vín.
Þetta er virkilega gott matarvín sem passar vel með bragðmiklum ítölskum pastaréttum, t.d. Spaghetti allo scarpariello eða Spaghetti alla puttanesca, smellpassar líka með lambakjöti og jafnvel léttri villibráð.
Librandi Ciro Rosso DOC 2014 fær fjórar stjörnur - FRÁBÆR KAUP á þessu verði en flaska af þessu víni kostar einungis kr. 2.295 í vínbúð allra landsmanna.
Librandi Ciro Rosso DOC 2014 er framleitt að öllu leyti úr þrúgunni Gaglioppo sem upprunin er frá Calabria og má líkja henni að nokkru leyti við frönsku þrúguna Pinot Noir. Þetta vín er fyrst látið þroskast á stáltönkum til að viðhalda unggæðingslegum karakter þess áður en það er látið þroskast í nokkra mánuði á flösku áður en það er sett á markað.
Ekki láta blekkjast þótt litur þessa víns sé nokkuð ljós, svolítið í anda Pinot Noir, því hér er um að ræða hörkuvín sem svíkur engan. Angan af rauðum ávexti, pínulítið kryddaður, ásamt trönuberjum og plómum. Þroskuð tannín, ágætis fylling, fersk sýra og ljúft eftirbragð. Auðmjúkt og afslappað vín.
Þetta er virkilega gott matarvín sem passar vel með bragðmiklum ítölskum pastaréttum, t.d. Spaghetti allo scarpariello eða Spaghetti alla puttanesca, smellpassar líka með lambakjöti og jafnvel léttri villibráð.
Librandi Ciro Rosso DOC 2014 fær fjórar stjörnur - FRÁBÆR KAUP á þessu verði en flaska af þessu víni kostar einungis kr. 2.295 í vínbúð allra landsmanna.