Þessi dásamlegi réttur, Spaghetti alla Siracusana, er kenndur við borgina Sýrakúsa á Sikiley. Grænmeti er uppistaðan í þessum rétti eins og svo mörgum öðrum frá þessum slóðum, við erum að tala um eggaldin, papriku, kaper og ólífur. En á Sikiley er ræktað mikið magn af úrvals grænmeti og ávöxtum sem flutt er til fjölmargra landa um víða veröld. Geggjuð hráefnin í þessum rétti mynda fullkomið jafnvægi og skpa bragðbombu sem skilur engan eftir ósnortinn.
Hráefni fyrir fjóra
1) 500 gr spaghettí 2) 1 stk eggaldin 3) 2 stk gular paprikur 4) 1 dós af niðursoðnum tómötum 5) 4 ansjósuflök, skorin í litla bita 6) 2 msk kapers 7) 12 steinlausar ólífur 8) 2 msk ólífuolía 9) 3 stk hvítlauksrif, smátt söxuð 10) basilíka 11) salt 12) pipar 13) 40 gr parmensan
1) 500 gr spaghettí 2) 1 stk eggaldin 3) 2 stk gular paprikur 4) 1 dós af niðursoðnum tómötum 5) 4 ansjósuflök, skorin í litla bita 6) 2 msk kapers 7) 12 steinlausar ólífur 8) 2 msk ólífuolía 9) 3 stk hvítlauksrif, smátt söxuð 10) basilíka 11) salt 12) pipar 13) 40 gr parmensan
Aðferð
1) Skerið eggaldinið í ca. 0,5 cm þykkar sneiðar, gott er að notast við mandólín til að fá sneiðarnar sem jafnastar en auðvitað er líka hægt að skera þær með góðum hníf. 2) Setjið nokkrar eggaldinsneiðar í botninn á stóru sigti, saltið síðan með grófu sjávarsalti, svo annað lag af eggaldinsneiðum, saltið á nýjan leik og svo koll af kolli þar til búið er að salta allar sneiðarnar. 3) Setjið sigtið með eggaldinsneiðunum í stóra skál og setjið disk ofan á 4) og síðan eitthvað þungt til að setja smá þrýsting. Látið þetta standa í góða klukkustund.
1) Skerið eggaldinið í ca. 0,5 cm þykkar sneiðar, gott er að notast við mandólín til að fá sneiðarnar sem jafnastar en auðvitað er líka hægt að skera þær með góðum hníf. 2) Setjið nokkrar eggaldinsneiðar í botninn á stóru sigti, saltið síðan með grófu sjávarsalti, svo annað lag af eggaldinsneiðum, saltið á nýjan leik og svo koll af kolli þar til búið er að salta allar sneiðarnar. 3) Setjið sigtið með eggaldinsneiðunum í stóra skál og setjið disk ofan á 4) og síðan eitthvað þungt til að setja smá þrýsting. Látið þetta standa í góða klukkustund.
5) Setjið paprikuna inn í ca. 240 gráðu heitan ofn og bakið í 20 mínútur. 6) Takið paprikurnar úr ofninum og þá á hýðið á þeim að hafa dökknað rækilega og þá ætti að vera auðvelt að taka hýðið af þeim. Takið fræin innan úr paprikunum og skerið þær í mjóar ræmur. 7) Skolið eggaldinsneiðarnar, þurrkið þær og skerið að því loknu eggaldinsneiðarnar í litla bita. 8) Hitið að því loknu ólífuolíu á góðri pönnu.
9) Bætið saman við hvítlauk og 10) ansjósum og látið þetta malla við lágan hita í 2-3 mínútur. Hafið augun hjá ykkur þar sem hvítlaukurinn má alls ekki brenna. 11) Bætið svo við á pönnuna eggaldinbitunum 12) og einni dós af tómötum, hækkið hitann á meðan blandan hitnar á nýjan leik en lækkið hann svo aftur og látið þetta malla í u.þ.b. 10 mínútur.
13) Bætið við kapers, 14) ólífunum, 15) paprikubitunum 16) ásamt nokkrum blöðum af basilíku., smáttsöxuðum.
Blandið öllu vel saman, setjið lokið á pönnuna og látið malla áfram í u.þ.b. 15 mínútur. Saltið og piprið eftir smekk. 14) Sjóðið pastað á á meðan, farið eftir leiðbeiningunum á pakkanum og ofsjóðið það ekki. Ef þú vilt vita allt um pastasuðu ýttu þá hér. 15) Látið renna af pastanu og setjið það út í sósuna góðu og blandið vel saman. 16) Stráið yfir basilíku og rifnum parmesan og berið réttinn strax fram.