Þessi dásamlegi réttur er uppruninn frá Sikiley og varð til kringum aldamótin 900. Spaghetti al carrettiere, eða Spaghettí að hætti ekilsins er með réttu kenndur við mennina sem fluttu vörur, oft um langan veg, á vögnum sínum sem dregnir voru áfram af ösnum eða hestum. Á löngum ferðalögum þessara manna var eflaust gott að taka með sér einfalt hráefni sem geymdist vel og lengi. Þessi réttur sem kenndur er við þessa menn samanstóð upprunalega af spaghettí, ólífuolíu, hvítlauk, pínulitlum ostbita og ferskum kryddjurtum sem þeir fundu í vegkantinum hverju sinni. Með tíð og tíma hefur þó ýmsum hráefnum verið bætt við þennan rétt, t.d. tómötum, beikoni, sveppum og chilli. Hérna kemur ein útgáfa af þessum fræga rétti sem víða má finna í dag þar sem öllum þessum hráefnum hefur verið bætt við og útkoman er í einu orði sagt dásamleg.
Hráefni fyrir fjóra
1) 400 gr spaghettí 2) 250 gr sveppir, skornir í sneiðar 3) 3 msk óífuolía 4) 2 hvítlauksrif 5) 1 stk chillibelgur 6) 100 gr beikon, skorið í þunna strimla 7) 1 dós af niðursoðnum tómötum 8) 80 gr túnfiskur í dós 9) 100 gr parmesan og/eða pecorino romano 10) steinselja 11) salt 12) pipar
1) 400 gr spaghettí 2) 250 gr sveppir, skornir í sneiðar 3) 3 msk óífuolía 4) 2 hvítlauksrif 5) 1 stk chillibelgur 6) 100 gr beikon, skorið í þunna strimla 7) 1 dós af niðursoðnum tómötum 8) 80 gr túnfiskur í dós 9) 100 gr parmesan og/eða pecorino romano 10) steinselja 11) salt 12) pipar
Aðferð
1) Hitið ólífuolíu á góðri pönnu og bætið út í hana hvítlauk og chilli og látið malla í 2-3 mínútur eða þar til hvítlaukurinn fer að fá lit. 2) Bætið við beikoni og steikið áfram við miðlungshita þar til fitan fer að bráðna og verða glær. 3) Þá er komið að því að bæta sveppunum saman við og steikið í ca. 5 mínútur eða þar til þeir fara að mýkjast en samt eiga þeir að vera pínulítið stinnir undir tönn. 4) Bætið nú tómötunum saman við á þessum tímapunkti
1) Hitið ólífuolíu á góðri pönnu og bætið út í hana hvítlauk og chilli og látið malla í 2-3 mínútur eða þar til hvítlaukurinn fer að fá lit. 2) Bætið við beikoni og steikið áfram við miðlungshita þar til fitan fer að bráðna og verða glær. 3) Þá er komið að því að bæta sveppunum saman við og steikið í ca. 5 mínútur eða þar til þeir fara að mýkjast en samt eiga þeir að vera pínulítið stinnir undir tönn. 4) Bætið nú tómötunum saman við á þessum tímapunkti
5) Látið þetta nú malla í u.þ.b. 15 mínútur. 6) Látið renna af túnfiskinum, losið hann í sundur í litlar flögur og bætið honum við pönnuna góðu. 7) Látið þetta malla áfram rólega í aðrar 15 mínútur. Saltið og piprið eftir smekk. 8) Sjóðið pastað á á meðan, farið eftir leiðbeiningunum á pakkanum og ofsjóðið það ekki. Ef þú vilt vita allt um pastasuðu ýttu þá hér.
9) Látið renna af pastanu og setjið það út í sósuna góðu. Bætið ostinum við á þessum tímapunkti og blandið öllu vel saman. Saltið og piprið eftir smekk. 10) Setjið réttinn á diska, stráið ferskri steinselju yfir herlegheitin og berið strax fram.
Með þessum rétti mælir MINITALIA með Tommasi Ripasso DOC 2014
MINITALIA mælir með Tommasi Ripasso DOC 2014 með þessum dásamlega rétti. Þetta vín kemur frá hina þekkta vínhúsi Tommasi Viticoltori sem er frá héraðinu Veneto. Tommasi framleiðir í Veneto fræg vín á borð við Amarone della Valpolicella, Valpolicella Ripasso, Soave og Bardolino.
Þetta vín sem hér um ræðir heitir Valpolicella Ripasso DOC 2014 og er framleitt úr þrúgunum Corvina Veronese (70%), Rondinella (25%) og Corvinone (5%). Þetta vín er framleitt með ripasso-aðferðinni sem er mjög algeng í héraðinu Veneto en þá er safinn skilinn frá í lok gerjunarinnar á vínum sem kennd eru við Amarone della Valpolicella og hratinu, sem er þykkur sætur massi, blandað saman við ungt Valpolicella-vín og þannig fer gerjunin í gang á nýjan leik. Þegar þessu ferli er lokið er vínið látið þroskast í slóvenskum eikartunnum í u.þ.b. 15 mánuði áður en því er tappað á flöskur og sett á markað.
Þetta er virkilega flott matarvín sem hentar vel með nautakjöti, villibráð, t.d. rjúpu, önd og gæs, og einnig flott með bragðmiklum pastaréttum.
Þetta vín sem hér um ræðir heitir Valpolicella Ripasso DOC 2014 og er framleitt úr þrúgunum Corvina Veronese (70%), Rondinella (25%) og Corvinone (5%). Þetta vín er framleitt með ripasso-aðferðinni sem er mjög algeng í héraðinu Veneto en þá er safinn skilinn frá í lok gerjunarinnar á vínum sem kennd eru við Amarone della Valpolicella og hratinu, sem er þykkur sætur massi, blandað saman við ungt Valpolicella-vín og þannig fer gerjunin í gang á nýjan leik. Þegar þessu ferli er lokið er vínið látið þroskast í slóvenskum eikartunnum í u.þ.b. 15 mánuði áður en því er tappað á flöskur og sett á markað.
Þetta er virkilega flott matarvín sem hentar vel með nautakjöti, villibráð, t.d. rjúpu, önd og gæs, og einnig flott með bragðmiklum pastaréttum.