Á tilsettum tíma mætti ég á eitt af þessum glænýju hótelum sem sprottið hafa upp eins og gorkúlur í Reykjavík á undanförnum misserum. Fosshótel, nánar tiltekið í Borgartúni. Læsti hjólinu mínu við staur, í kurteisilegri fjarlægð við innganginn. Tilefnið var kvöldverður þar sem ætlunin var að para saman ítölsk vín og íslenskan mat, hantéraðan undir áhrifum hins nýnorræna eldhúss.
Ég gekk inn á veitingastaðinn Haust, þekkti engan. Það eina sem ég í rauninni vissi að við borðið myndu sitja nokkrir Íslendingar og einn Ítali. Ítalinn hét Stefano Capurso, markaðsstjóri Barone Ricasoli, en hann fæddist og ólst upp í Mílanó, borginni minni. Ég kynnti mig, lagði nöfnin á minnið. Talaði ítölsku við Ítalann, íslensku við Íslendinganna en öll töluðum við saman á ensku. Skemmtilegt. Kvöldið opnað með glasi af fersku og ávaxtaríku hvítvíni, Brolio Bianco IGT. Áfram hélt ég að prófa ítölskuna mína, gekk nokkuð vel. Okkur vísað til sætis, bætt í glösin og samræðurnar héldu áfram. Sátum hlið við hlið í mikilli sátt og þó nokkru samlyndi. Umræðuefnin bara tvö; vín og matur.
Framboðnar kræsingar streymdu í stríðum straumum. Einn réttur í einu og allir fyrir rest. Fyrsti réttur var dásamlegur humarhali að hætti hússins, bragðaðist dásamlega. Annar réttur bættist fljótlega við; grillaðar ágúrkur slógu gjörsamlega í gegn. Alltaf gaman þegar einfalt hráefni er hantérað á þann hátt að úr verði veisludiskur. Eitt dásamlegt hvítvín bættist við, Torricella ITG, sem sló í gegn. Mikið vín og töluvert flóknara. Skemmtilegt að finna muninn á þessum ólíku hvítvínum. Einhvern veginn voru þessir fyrstu tveir réttir notaðir til þess að stríða bragðlaukunum.
Framboðnar kræsingar streymdu í stríðum straumum. Einn réttur í einu og allir fyrir rest. Fyrsti réttur var dásamlegur humarhali að hætti hússins, bragðaðist dásamlega. Annar réttur bættist fljótlega við; grillaðar ágúrkur slógu gjörsamlega í gegn. Alltaf gaman þegar einfalt hráefni er hantérað á þann hátt að úr verði veisludiskur. Eitt dásamlegt hvítvín bættist við, Torricella ITG, sem sló í gegn. Mikið vín og töluvert flóknara. Skemmtilegt að finna muninn á þessum ólíku hvítvínum. Einhvern veginn voru þessir fyrstu tveir réttir notaðir til þess að stríða bragðlaukunum.
Allt í einu og skyndilega bættust rauðvínin við; fyrst kom Campo Ceni IGT, svo Brolio Chianti Classico DOCG og að endingu Brolio Chianti Classico Riserva DOCG. Þriðji rétturinn „beef tartar“ smellpassaði og léttsteikta öndin sló í gegn sem fjórði réttur. Matreiðslan vvar áhættusækinn en á sama tíma borin óendanleg virðing fyrir hráefninu. Fyrsta rauðvínið hér að ofan, Campo Ceni IGT, er ungt og ávaxtaríkt vín sem stóð fyrir sínu. Annað rauðvínið er líklega það vín sem Barone Ricasoli er þekktast fyrir, Brolio Chianti Classico DOCG. Hér er um að ræða virkilega velheppnað Chianti Classico í góðu jafnvægi. Frábært matarvín. Þriðja og síðasta vínið í þessari lotu var Brolio Chianti Classico DOCG Riserva sem er framleitt úr sömu þrúgum og Chianti Classico en þroskaferillinn er lengri. Hér er um að ræða frábært vín með mikla mýkt og fullkomið jafnvægi.
Skenkjað í glösin, síðan aftur og enn á ný. Allt í einu fylltist staðurinn af unaðslegri angan. Fimmti rétturinn fól í sér léttsteikta önd í fáránlega góðri sósu. Það var ekki einungis eitt rauðvínsglas sem fylgdi réttinum heldur þrjú; fyrst kom Castello di Brolio Chianti Classico DOCG Gran Selezione sem er magnað vín en þess má geta að Wine Spectator setti nýlega þetta vín á lista yfir fimm bestu vín veraldar, svo komu nokkur tár af mjög góðum Brunello di Montalcino sem var virkilega kraftmikill en á sama tíma silkimjúkur og loks kom súper-toskana vínið frá Barone Ricasoli sem heitir Casalferro IGT sem olli mér smá vonbrigðum, ekki það að vínið hafi ekki verið gott heldur voru væntingarnar mögulega óraunverulegar.
Eftir heilbrigða bið var skyndilega og allt í einu var sjötti rétturinn borinn á borð; dásamleg nautasteikin átti hug minn allan og vínin tvö sem borin voru fram með þessum rétti voru hreint og beint mögnuð; annars vegar Historia Familiae Toscana IGT, sérstaklega framleitt til að fagna að 20 ár séu liðin frá því að Ricasoli-fjölskyldan eignaðist vínhúsið á nýjan leik og hins vegar vínið Astuto Bolgheri Superiore DOC sem er afrakstur sérstaks verkefnis Barone Ricasoli á svæðinu Bolgheri í Toscana. Flott vín sem pössuðu vel með fullkomlega elduðu nautalundinni, hrein upplifun.
Veislan stóð langt fram eftir kvöldi, skrafað og hlegið. En öllu lýkur einhvern tímann og að lokum rann upp sú stund að halda heim á leið. Ég kvaddi skemmtilegt fólk eftir skemmtilegt kvöld, rölti að hjólinu mínu og hjólaði beinustu leiðina heim en samt ekki nálægt því beint.
Eftir heilbrigða bið var skyndilega og allt í einu var sjötti rétturinn borinn á borð; dásamleg nautasteikin átti hug minn allan og vínin tvö sem borin voru fram með þessum rétti voru hreint og beint mögnuð; annars vegar Historia Familiae Toscana IGT, sérstaklega framleitt til að fagna að 20 ár séu liðin frá því að Ricasoli-fjölskyldan eignaðist vínhúsið á nýjan leik og hins vegar vínið Astuto Bolgheri Superiore DOC sem er afrakstur sérstaks verkefnis Barone Ricasoli á svæðinu Bolgheri í Toscana. Flott vín sem pössuðu vel með fullkomlega elduðu nautalundinni, hrein upplifun.
Veislan stóð langt fram eftir kvöldi, skrafað og hlegið. En öllu lýkur einhvern tímann og að lokum rann upp sú stund að halda heim á leið. Ég kvaddi skemmtilegt fólk eftir skemmtilegt kvöld, rölti að hjólinu mínu og hjólaði beinustu leiðina heim en samt ekki nálægt því beint.