Risottó all‘amatriciana er afsprengi eins af klassískari pastaréttum veraldar, Spaghetti all'amatriciana, Þeir verða eiginlega ekkert mikið klassískari. Rétturinn er uppruninn frá héraðinu Lazio, nánar tiltekið þorpinu Amatrice sem staðsett er ekki langt frá Róm. Uppistaðan í þessum rétti eru tómatar, beikon og pecorino romano. Það eru ýmsar útgáfur til af þessari sósu, t.d. nota sumir parmesan í stað pecorino, sumir hella smá slettu af hvítvíni eða rauðvíni og aðrir nota mikið af chilli og/eða lauk á meðan aðrir sleppa því alveg.
Hérna tókum við svolítið tvist á þetta með því að gera fyrst amatriciana-sósuna og blanda henni saman við risottógrjón undir lok eldunartímans. Hérna bætum við rauðvíni og chilli við ásamt því að við notum parmesan og pecorino romano til helminga í þetta skiptið. Þetta tvist gekk fullkomlega upp og niðurstaðan virkilega bragðmikið risottó sem einfaldlega sló í gegn.
Hérna tókum við svolítið tvist á þetta með því að gera fyrst amatriciana-sósuna og blanda henni saman við risottógrjón undir lok eldunartímans. Hérna bætum við rauðvíni og chilli við ásamt því að við notum parmesan og pecorino romano til helminga í þetta skiptið. Þetta tvist gekk fullkomlega upp og niðurstaðan virkilega bragðmikið risottó sem einfaldlega sló í gegn.
Hráefni fyrir fjóra
1) 400 gr risottógrjón, t.d. arborio 2) 1 dós af tómötum 3) 150 gr beikon, þykkar sneiðar sem skornar eru í 0,5 cm þykka strimla 4) 1 stk lítill chillibelgur, smátt saxað 5) 50 gr pecorino romano 6) 50 gr parmesan 7) 50 gr smjör 8) ólífuolía 9) salt 10) pipar
1) 400 gr risottógrjón, t.d. arborio 2) 1 dós af tómötum 3) 150 gr beikon, þykkar sneiðar sem skornar eru í 0,5 cm þykka strimla 4) 1 stk lítill chillibelgur, smátt saxað 5) 50 gr pecorino romano 6) 50 gr parmesan 7) 50 gr smjör 8) ólífuolía 9) salt 10) pipar
Aðferð
1) Hitið olíu í stórum potti, 2) bætið beikoninu á pönnuna 3) ásamt smátt söxuðu chilli og látið malla þar til fitan á beikoninu er orðin glær. Piprið duglega. 4) Bætið út í 1 dós af tómötum, blandið vel saman og látið malla undir loki í u.þ.b. 12-15 mínútur. Saltið eftir smekk, þarf ekki mikið þar sem beikonið er þó nokkuð ríkt af salti.
1) Hitið olíu í stórum potti, 2) bætið beikoninu á pönnuna 3) ásamt smátt söxuðu chilli og látið malla þar til fitan á beikoninu er orðin glær. Piprið duglega. 4) Bætið út í 1 dós af tómötum, blandið vel saman og látið malla undir loki í u.þ.b. 12-15 mínútur. Saltið eftir smekk, þarf ekki mikið þar sem beikonið er þó nokkuð ríkt af salti.
5) Hitið ólífuolíu á annarri pönnu og bætið grjónunum á pönnuna, hækkið hitann og steikið í 2-3 mínútur. Hrærið vel á meðan 6) Lækkið hitann og setjið út í eina ausu af sjóðandi heitu vatni á pönnuna og hrærið annað slagið. Haldið áfram að bæta við vatni eftir þörfum og hrærið annað slagið þar til grjónin eiga eftir u.þ.b. 4-5 mínútur, það er eftir u.þ.b. 12-13 mínútna eldunartíma. 7) Bætið þið grjónunum saman við amatriciana-sósuna og blandið öllu vel saman. 8) Setjið eina góða ausu af heitu vatni saman við og látið þetta malla áfram á lágum hita.
9) Þegar grjónin eru tilbúin þá er tímabært að slökkva undir pönnunni og bætum fyrst smjöri á pönnuna og látum það bráðna, 10) svo nýrifnum parmesan annars vegar og pecorino romano hins vegar og 11) blandið öllum vel saman og piprið eftir smekk. 12) Setjið ilmandi risottóið á diska, ekki sakar að bæta við smá parmesan undir lokin og berið réttinn strax fram.
Með þessum rétti mælir MINITALIA með Leonardo Chianti DOCG 2014
Í hjarta Chianti-svæðisins í Toscana er að finna smábæinn Vinci en við hann er kenndur lista- og vísindamaðurinn Leonardo da Vinci. En bærinn er ekki einungis þekktur fyrir sjálfan Leonardo da Vinci heldur eru framleidd þar virkilega góð vín sem vert er að gefa gaum. Í bænum er starfandi vínsamlagið Cantine Leonardo, stofnað árið 1961, sem samanstendur af 200 bændum sem rækta vínvið á u.þ.b. 750 hekturum á svæðunum Chianti og Montalcino í héraðinu Toscana.
Leonardo Chianti DOCG 2014 er að 85% hluta framleitt úr þrúgunni Sangiovese, 10% úr þrúgunni Merlot og 5% úr hinum ýmsu þrúgum. Vínið er látið þroskast á stáltönkum í 6 mánuði áður en það er sett á flöskur.
Þetta dökkfjólubláa vín tekur á móti manni með angan af krisuberjum og ferskum, rauðum ávexti, vottur af svörtum pipar. Þetta er vín í flottu jafnvægi, fersk sýra, tannín í mýkri kantinum og eftirbragð með pínulitlum krydduðum tónum. Hér er um að ræða góðan og einfaldan en þó nokkuð kröftugan Chianti á virkilega góðu verði.
Hér er um að ræða virkilega matvænt vín sem smellpassar með ýmsum ítölskum réttum, t.d. réttum á borð við pasta, pizzu og risottó.
Leonardo Chianti DOCG 2014 er að 85% hluta framleitt úr þrúgunni Sangiovese, 10% úr þrúgunni Merlot og 5% úr hinum ýmsu þrúgum. Vínið er látið þroskast á stáltönkum í 6 mánuði áður en það er sett á flöskur.
Þetta dökkfjólubláa vín tekur á móti manni með angan af krisuberjum og ferskum, rauðum ávexti, vottur af svörtum pipar. Þetta er vín í flottu jafnvægi, fersk sýra, tannín í mýkri kantinum og eftirbragð með pínulitlum krydduðum tónum. Hér er um að ræða góðan og einfaldan en þó nokkuð kröftugan Chianti á virkilega góðu verði.
Hér er um að ræða virkilega matvænt vín sem smellpassar með ýmsum ítölskum réttum, t.d. réttum á borð við pasta, pizzu og risottó.