Risotto al pomodoro er eins og nafnið gefur til kynna réttur þar sem uppistaðan eru risottogrjón og tómatar. Þetta er klassískur fyrsti réttur, ættaður frá Veneto, sem er allt í senn bragðgóður, fljótlegur og einfaldur í framkvæmd.
Hráefni
1) 400 gr risotto-grjón, helst carnaroli en annars arborio 2) 1 líter grænmetissoð 3) 1 dós af tómötum 4) 1 laukur 5) 2 msk tómatpúrra 6) 3 msk ólífuolía 7) 20 gr smjör 8) Parmigiano Reggiano 9) handfylli af basil 10) salt
Aðferð
1) Hitið ólífuolíu á pönnu og steikið saxaðan laukinn við lágan hita í u.þ.b. 10 mínútur. Laukurinn má alls ekki verða brúnn heldur á að steikja hann þar til að hann verður gegnsær. 2) Bætið grjónunum á pönnuna og steikið í tvær mínútur 3) Setjið út eina ausu af soði á pönnuna og látið sjóða upp. 4) Bætið við tómötunum ásamt tómatpúrrunni og blandið vel saman við. 5) Haldið áfram að bæta við soði og hrærið annað slagið. 6) Þegar grjónin eru næstum því tilbúin bætið við saxaðri basiliku. 7) Saltið eftir þörfum. 8) Fjarlægið pönnuna af hitanum og hrærið smjörinu saman við. 9) Að lokum er ostinum bætt við og öllu hrært vel saman.
Njótið til hins ýtrasta í góðra vina hópi sem fyrsta rétt eða jafnvel sem aðalrétt ásamt góðu glasi af rauðvíni, t.d. Tommasi Appasimento Graticcio.
1) 400 gr risotto-grjón, helst carnaroli en annars arborio 2) 1 líter grænmetissoð 3) 1 dós af tómötum 4) 1 laukur 5) 2 msk tómatpúrra 6) 3 msk ólífuolía 7) 20 gr smjör 8) Parmigiano Reggiano 9) handfylli af basil 10) salt
Aðferð
1) Hitið ólífuolíu á pönnu og steikið saxaðan laukinn við lágan hita í u.þ.b. 10 mínútur. Laukurinn má alls ekki verða brúnn heldur á að steikja hann þar til að hann verður gegnsær. 2) Bætið grjónunum á pönnuna og steikið í tvær mínútur 3) Setjið út eina ausu af soði á pönnuna og látið sjóða upp. 4) Bætið við tómötunum ásamt tómatpúrrunni og blandið vel saman við. 5) Haldið áfram að bæta við soði og hrærið annað slagið. 6) Þegar grjónin eru næstum því tilbúin bætið við saxaðri basiliku. 7) Saltið eftir þörfum. 8) Fjarlægið pönnuna af hitanum og hrærið smjörinu saman við. 9) Að lokum er ostinum bætt við og öllu hrært vel saman.
Njótið til hins ýtrasta í góðra vina hópi sem fyrsta rétt eða jafnvel sem aðalrétt ásamt góðu glasi af rauðvíni, t.d. Tommasi Appasimento Graticcio.