Frá Ítalíu koma létt og ávaxtarík freyðivín sem kallast Prosecco og eru nær einvörðungu framleidd úr þrúgunni Glera ásamt litlu magni af þrúgum á borð við Verdiso, Perera og Bianchetta. Í eina tíð gékk þrúgan Glera einfaldlega undir nafninu Prosecco en gengur í dag undir nafninu Glera til aðgreiningar frá hinu skilgreinda framleiðslusvæði Prosecco. Þetta geta verið virkilega góð freyðivín, oftast þurr eða extra þurr, sem eru tilvalin til að skála í við góð tækifæri.
Þrátt fyrir að nafnið sé dregið af ítalska þorpinu Prosecco, nálægt Trieste, eru vínin DOC Prosecco framleidd víða í héruðunum Veneto og Friuli Venezia Giulia, þó aðallega í kringum bæina Conegliano og Valdobbiadene. Ólíkt kampavíni, helsta keppinautnum á markaði, þá er DOC Prosecco framleitt með aðferð sem kallast „metodo Italiano“. En með þeirri aðferð fer framhaldsgerjunin fram í stáltönkum en ekki á flöskum sem gerir vínið þónokkuð ódýrara í framleiðslu. Ennfremur er leyfilegt að framleiða Conegliano Valdobbiadene DOCG Prosecco með aðferð sem kallast „metodo classico“ en samkvæmt þeirri aðferð fer framhaldsgerjunin einvörðungu fram á flöskum.
Prosecco er aðallega framleitt sem freyðandi (spumante) eða léttfreyðandi (frizzante). Prosecco Spumante eru oftast dýrari þar sem þau hafa farið í gegnum fulla framhaldsgerjun. Að auki eru framleidd vín úr þrúgunni Glera sem eru ekki freyðandi (calmo eða tranquillo) en þau telja einungis 5% af heildarframleiðslunni og eru sjaldnast flutt út fyrir landsteinanna.
Prosecco er aðallega framleitt sem freyðandi (spumante) eða léttfreyðandi (frizzante). Prosecco Spumante eru oftast dýrari þar sem þau hafa farið í gegnum fulla framhaldsgerjun. Að auki eru framleidd vín úr þrúgunni Glera sem eru ekki freyðandi (calmo eða tranquillo) en þau telja einungis 5% af heildarframleiðslunni og eru sjaldnast flutt út fyrir landsteinanna.
Á Ítalíu er Prosecco ávallt drukkið vel kælt við flest tilefni en fyrir utan Ítalíu er það oftast haft sem fordrykkur, eins og um kampavín væri að ræða. Ólíkt kampavíni þá er Prosecco oftast ekki látið gerjast á flöskum, heldur í stáltönkum og þránar þar af leiðandi með tímanum. Prosecco á því að drekkast ungt, oftast innan þriggja ára, þó hágæða Prosecco megi þroskast allt upp í 7 ár. Oftast er Prosecco drukkið eitt og sér en er stundum notað sem hráefni í hina ýmsu kokkteila, t.d. Bellini, Spritz, Mimosa og Sgroppino.