Parmaskinkan, sem kallast á ítölsku Prociutto di Parma, er þurrverkuð skinka sem oftast er skorin í þunnar sneiðar og borin fram óelduð. Þessi skinka á sér langa sögu en hennar er fyrst getið í heimildum frá árinu 100 fyrir krist, þar sem þess er getið að veðurfar í kringum borgina Parma gefi þessari skinku einstök bragðgæði. Samkvæmt lögum má eingöngu framleiða Prosciutto di Parma í hlíðunum umhverfis borgina Parma í héraðinu Emilia-Romagna. Árið 1996 öðlaðust Ítalir lögverndun Evrópusambandsins á vöruheitinu Prosciutto di Parma og ennfremur var hún fyrsta varan á sviði matvæla til að hljóta D.O.P. vottun, þ.e. Denomination of Protected Origin.
Við framleiðslu Prociutto di Parma notast við læri af svíni og tekur framleiðsluferlið allt frá 12 mánuðum til tveggja ára en það fer eftir stærðinni á hverju stykki fyrir sig. Skinkan er fyrst hreinsuð, svo hulin með sjávarsalti og látin vera í tvo mánuði. Að því loknu er allt salt hreinsað vandlega af áður en skinkan er látin hanga hanga á dimmum og vel loftræstum stað. Þegar skinkan er orðin alveg þurr þá hún látin hanga við stofuhita eða í nákvæmlega stýrðu umhverfi í allt að átján mánuði.
Parmaskinka er borin fram á margvíslegan hátt en oftast sem forréttur, t.d. með melónu eða öðrum tegunum af skinkum og pylsum. Að auki er hún oft notuð sem álegg á pizzur, samlokur og í hina ýmsu pastarétti.
Allar nánari upplýsingar um ostinn er að finna á heimasíðu samtaka framleiðanda Prociutto di Parma, Consorzio del Prociutto di Parma.
Allar nánari upplýsingar um ostinn er að finna á heimasíðu samtaka framleiðanda Prociutto di Parma, Consorzio del Prociutto di Parma.