Okkur hefur lengi langað til að gera pizzu með bragðsterku nautahakki og bernaisesósu en einhvern veginn aldrei látið verða af því fyrr en núna. Í stuttu máli þá var smakkaðist afraksturinn hreint stórkostlega og mælum við svo sannarlega með því að prófa. Hjá okkur var lykillinn að hafa nautahakkið sterkt og setja ekki sósuna á pizzuna fyrr en eftir að hún kemur út úr ofninum. Mögnuð pizza sem getur hreinlega ekki annað en slegið í gegn.
Hráefni
1) pizzadeig, uppskrift hægt að sjá hér. 2) pizzasósa, uppskrift hægt að sjá hér. 3) mozzarella 4) nautahakk, ca. 250-300 grömm 5) 1 stk. stór chillibelgur, smátt saxaður 6) 1 stk. hvítlauksrif 7) ólífuolía 8) bernaisesósa, því meira því betra segja sumir.
Aðferð
1) Hitið olíu á stórri pönnu og bætið smáttsöxuðu chilli á pönnuna ásamt hvítlauknum. 2) Bætið því næst nautahakkinu saman við, saltið og piprið eftir þörfum. 3) Steikið nautahakkið þar til það er orðið fullsteikt og leggið til síðan hliðar. 4) Fletjið svo út pizzudeigið. 5) Setjið passlegt magn af pizzasósu á botninn. 6) Dreifið mozzarella yfir sósuna. 7) Hellið smá slettu af ólífuolíu yfir pizzuna áður en þið setjið hana inn í brennandi heitan ofn. 8) Þegar bökunartíminn er rúmlega hálfnaður þá er gott að taka pizzuna út og bæta nautahakkinu yfir og setjið hana strax aftur inn. 9) Bakið þar til botninn er orðinn stökkur, osturinn bráðinn og pizzan lítur einfaldlega stórkostlega út. 10) Takið þá pizzuna úr ofninum, setjið bernaisesósu yfir herlegheitin, allt eftir smekk hvers og eins, og berið strax fram.
Gott er að notast við pizzustein, hvort sem pizzan er bökuð í ofni eða á útigrillinu. En þar sem ofnar, grill og pizzusteinar eru mismunandi að gerð og virkni þá er einfaldlega erfitt að gefa upp nákvæman bökunartíma. Svo best er að fylgjast vel með pizzunni í ofninum eða á grillinu, prófa sig áfram og ná með tímanum fullkomnun, hver við sínar aðstæður.
Pizzur eru náttúrulega yndislegt fyrirbæri og glas af léttu og ávaxtaríku rauðvíni í hópi góðra vina gera þær einungis yndislegri.
1) pizzadeig, uppskrift hægt að sjá hér. 2) pizzasósa, uppskrift hægt að sjá hér. 3) mozzarella 4) nautahakk, ca. 250-300 grömm 5) 1 stk. stór chillibelgur, smátt saxaður 6) 1 stk. hvítlauksrif 7) ólífuolía 8) bernaisesósa, því meira því betra segja sumir.
Aðferð
1) Hitið olíu á stórri pönnu og bætið smáttsöxuðu chilli á pönnuna ásamt hvítlauknum. 2) Bætið því næst nautahakkinu saman við, saltið og piprið eftir þörfum. 3) Steikið nautahakkið þar til það er orðið fullsteikt og leggið til síðan hliðar. 4) Fletjið svo út pizzudeigið. 5) Setjið passlegt magn af pizzasósu á botninn. 6) Dreifið mozzarella yfir sósuna. 7) Hellið smá slettu af ólífuolíu yfir pizzuna áður en þið setjið hana inn í brennandi heitan ofn. 8) Þegar bökunartíminn er rúmlega hálfnaður þá er gott að taka pizzuna út og bæta nautahakkinu yfir og setjið hana strax aftur inn. 9) Bakið þar til botninn er orðinn stökkur, osturinn bráðinn og pizzan lítur einfaldlega stórkostlega út. 10) Takið þá pizzuna úr ofninum, setjið bernaisesósu yfir herlegheitin, allt eftir smekk hvers og eins, og berið strax fram.
Gott er að notast við pizzustein, hvort sem pizzan er bökuð í ofni eða á útigrillinu. En þar sem ofnar, grill og pizzusteinar eru mismunandi að gerð og virkni þá er einfaldlega erfitt að gefa upp nákvæman bökunartíma. Svo best er að fylgjast vel með pizzunni í ofninum eða á grillinu, prófa sig áfram og ná með tímanum fullkomnun, hver við sínar aðstæður.
Pizzur eru náttúrulega yndislegt fyrirbæri og glas af léttu og ávaxtaríku rauðvíni í hópi góðra vina gera þær einungis yndislegri.