Þessa pizzu fékk ég fyrst á lítilli pizzeriu í Mílanó á árinu 2004. Pizzerian hét Yummi Yummi, rekin af rosknum hjónum sem nú eru hætt rekstri og í staðinn er kominn keðjustaður sem heitir Il Pomodorino. Þannig breytist allt, hverfur, fer og eitthvað allt annað kemur í staðinn. En þessi pizza er stórkostleg enda geta málin ekki farið á annan veg þegar maður er með pizzubotn, gráðost, grófsaxaðar valhnetur og rjóma. Þessi pizza er án sósu sem kallast á ítölsku "pizza bianca" eða hvít pizza. Frábær pizza í alla staði sem ég mæli eindregið með.
Hráefni
1) Pizzadeig, uppskrift hægt að sjá hér. 2) Mozzarella 3) Valhnetur, grófsaxaðar 4) 150 gr gráðaostur, ég notast við gorgonzola piccante en að sjálfsögðu er hægt að notast við allar tegundir af gráðaosti 5) Ólífuolía 6) Rjómi
Aðferð
1) Fletjið út pizzudeigið 2) Dreifið mozzarella yfir botninn. 4) Dreifið síðan grófsöxuðum valhnetunum og gráðaostinum í litlum bitum yfir pizzuna 5) Hellið smá slettu af ólífuolíu yfir pizzuna áður en þið setjið hana inn í brennandi heitan ofninn. 6) Þegar u.þ.b. 2 mínútur eru eftir af eldunartímanum, takið pizzuna út úr ofninum, hellið yfir hana smá slettu af rjóma og stingið henni aftur inn. 7) Bakið þar til botninn er orðinn stökkur, osturinn bráðinn og pizzan lítur einfaldlega stórkostlega út.
Gott er að notast við pizzustein, hvort sem pizzan er bökuð í ofni eða á útigrillinu. En þar sem ofnar, grill og pizzusteinar eru mismunandi að gerð og virkni þá er einfaldlega erfitt að gefa upp nákvæman bökunartíma. Svo best er að fylgjast vel með pizzunni í ofninum eða á grillinu, prófa sig áfram og ná með tímanum fullkomnun, hver við sínar aðstæður.
1) Pizzadeig, uppskrift hægt að sjá hér. 2) Mozzarella 3) Valhnetur, grófsaxaðar 4) 150 gr gráðaostur, ég notast við gorgonzola piccante en að sjálfsögðu er hægt að notast við allar tegundir af gráðaosti 5) Ólífuolía 6) Rjómi
Aðferð
1) Fletjið út pizzudeigið 2) Dreifið mozzarella yfir botninn. 4) Dreifið síðan grófsöxuðum valhnetunum og gráðaostinum í litlum bitum yfir pizzuna 5) Hellið smá slettu af ólífuolíu yfir pizzuna áður en þið setjið hana inn í brennandi heitan ofninn. 6) Þegar u.þ.b. 2 mínútur eru eftir af eldunartímanum, takið pizzuna út úr ofninum, hellið yfir hana smá slettu af rjóma og stingið henni aftur inn. 7) Bakið þar til botninn er orðinn stökkur, osturinn bráðinn og pizzan lítur einfaldlega stórkostlega út.
Gott er að notast við pizzustein, hvort sem pizzan er bökuð í ofni eða á útigrillinu. En þar sem ofnar, grill og pizzusteinar eru mismunandi að gerð og virkni þá er einfaldlega erfitt að gefa upp nákvæman bökunartíma. Svo best er að fylgjast vel með pizzunni í ofninum eða á grillinu, prófa sig áfram og ná með tímanum fullkomnun, hver við sínar aðstæður.