Það var í kringum 1889 að Margherita of Savoy, drottning Ítala, ferðaðist um gjörvalla Ítalíu ásamt eiginmanni sínum, Umberto I. Á ferð sinni um landið sá hún mikið af sveitafólki leggja sér til munns stór, flöt brauð sem seld voru á strætum og mörkuðum, svokallaðar pizzur. Drottningin varð forvitin, smakkaði brauðið og varð yfir sig hrifin. Eftir þetta fékk hún sér ávallt pizzu þegar hún fór út á meðal þegna sinna. Fyrir vikið varð hún mjög vinsæl meðal þegna sinna þó sumum fyndist nú ekki við hæfi að drottningin borðaði fábreyttan almúgamat.
Svo mikil var ást drottningarinnar á þessum flatbrauði að hún kallaði í pizzabakarann Rafaelle Esposito, bað hann að baka fyrir sig úrval af pizzum og koma með þær í höllina til sín, henni til gleði og ánægju. Rafaelle Esposito ákvað að baka mjög sérstaka pizzu að þessu tilefni til heiðurs drottningar. Rafaelle Esposito bakaði pizzu með tómötum, mozzarella og ferskri basilíku sem endurspegla litina í ítalska fánanum, þ.e. rauður, hvítur og grænn. Þessi pizza sló í gegn hjá drottningu og þegar það barst fljótt út að þessi pizza væri eftirlæti drottningar þá varð hún fljótt vinsæl víða um Ítalíu. Í dag hefur Pizza Margherita farið sigurför um heim allan og má með sanni segja að hún sé frægasta pizza veraldar.
Svo mikil var ást drottningarinnar á þessum flatbrauði að hún kallaði í pizzabakarann Rafaelle Esposito, bað hann að baka fyrir sig úrval af pizzum og koma með þær í höllina til sín, henni til gleði og ánægju. Rafaelle Esposito ákvað að baka mjög sérstaka pizzu að þessu tilefni til heiðurs drottningar. Rafaelle Esposito bakaði pizzu með tómötum, mozzarella og ferskri basilíku sem endurspegla litina í ítalska fánanum, þ.e. rauður, hvítur og grænn. Þessi pizza sló í gegn hjá drottningu og þegar það barst fljótt út að þessi pizza væri eftirlæti drottningar þá varð hún fljótt vinsæl víða um Ítalíu. Í dag hefur Pizza Margherita farið sigurför um heim allan og má með sanni segja að hún sé frægasta pizza veraldar.
Hráefni
1) Pizzadeig, uppskrift hægt að sjá hér. 2) Pizzasósa, uppskrift hægt að sjá hér. 3) Mozzarella 4) Hráskinka 5) Klettasalat 6) Parmesan 7) Ólífuolía.
Aðferð
1) Fletjið út pizzudeigið 2) Setjið passlegt magn af pizzasósu á botninn. 3) Dreifið mozzarella yfir sósuna. 4) Hellið smá slettu af ólífuolíu yfir pizzuna áður en þið setjið pizzuna inn í brennandi heitan ofninn. 5) Bakið þar til botninn er orðinn stökkur, osturinn bráðinn og pizzan lítur einfaldlega stórkostlega út. 6) Setjið að lokum 2-3 blöð af ferskri og fallegri basilíku og berið fram.
Gott er að notast við pizzustein, hvort sem pizzan er bökuð í ofni eða á útigrillinu. En þar sem ofnar, grill og pizzusteinar eru mismunandi að gerð og virkni þá er einfaldlega erfitt að gefa upp nákvæman bökunartíma. Svo best er að fylgjast vel með pizzunni í ofninum eða á grillinu, prófa sig áfram og ná með tímanum fullkomnun, hver við sínar aðstæður.
Pizzur eru náttúrulega yndislegt fyrirbæri og verða ennþá betri ef þeirra er notið í góðum félagsskap og jafnvel með glasi af léttu og ávaxtaríku rauðvíni.
1) Pizzadeig, uppskrift hægt að sjá hér. 2) Pizzasósa, uppskrift hægt að sjá hér. 3) Mozzarella 4) Hráskinka 5) Klettasalat 6) Parmesan 7) Ólífuolía.
Aðferð
1) Fletjið út pizzudeigið 2) Setjið passlegt magn af pizzasósu á botninn. 3) Dreifið mozzarella yfir sósuna. 4) Hellið smá slettu af ólífuolíu yfir pizzuna áður en þið setjið pizzuna inn í brennandi heitan ofninn. 5) Bakið þar til botninn er orðinn stökkur, osturinn bráðinn og pizzan lítur einfaldlega stórkostlega út. 6) Setjið að lokum 2-3 blöð af ferskri og fallegri basilíku og berið fram.
Gott er að notast við pizzustein, hvort sem pizzan er bökuð í ofni eða á útigrillinu. En þar sem ofnar, grill og pizzusteinar eru mismunandi að gerð og virkni þá er einfaldlega erfitt að gefa upp nákvæman bökunartíma. Svo best er að fylgjast vel með pizzunni í ofninum eða á grillinu, prófa sig áfram og ná með tímanum fullkomnun, hver við sínar aðstæður.
Pizzur eru náttúrulega yndislegt fyrirbæri og verða ennþá betri ef þeirra er notið í góðum félagsskap og jafnvel með glasi af léttu og ávaxtaríku rauðvíni.