Pizza Capricciosa er ein af þessu klassísku pizzum sem hægt að finna á öllum betri pizzeríum á Ítalíu. Ómótstæðileg pizza þar sem ólík áleggin ganga saman í fullkomnum takti, hvort sem við erum að tala um hráskinkuna, ætisþistlana, sveppina eða svörtu ólífurnar. Þessa má líka finna með venjulegri skinku og stundum er bætt við harðsoðnu eggi, skornu í sneiðar. Pizza Capricciosa er dásamleg pizza þar sem einhverjir óútskýranlegir töfrar gera upplifunina ógleymanlega.
Hráefni
1) Pizzadeig, uppskrift hægt að sjá hér. 2) Pizzasósa, uppskrift hægt að sjá hér. 3) mozzarella 4) ætisþistlar 5) Svartar ólífur 6) hráskinka 7) sveppir 8) ólífuolía
Aðferð
1) Fletjið út pizzudeigið 2) Setjið passlegt magn af pizzasósunni á botninn. 3) Dreifið mozzarellaosti yfir sósuna. 4) Setjið síðan öll áleggin á pizzuna nema hráskinkuna; fyrst ætisþistlana, síðan sveppina og loks svörtu ólífurnar. 5) Hellið smá slettu af ólífuolíu yfir pizzuna áður en þið setjið pizzuna inn í brennandi heitan ofninn. 6) Bakið þar til botninn er orðinn stökkur, osturinn bráðinn og pizzan lítur einfaldlega stórkostlega út. 7) Takið þá pizzuna úr ofninum, leggið hráskinkusneiðarnar yfir pizzuna og berið hana strax fram.
Gott er að notast við pizzustein, hvort sem pizzan er bökuð í ofni eða á útigrillinu. En þar sem ofnar, grill og pizzusteinar eru mismunandi að gerð og virkni þá er einfaldlega erfitt að gefa upp nákvæman bökunartíma. Svo best er að fylgjast vel með pizzunni í ofninum eða á grillinu, prófa sig áfram og ná með tímanum fullkomnun, hver við sínar aðstæður.
Pizzur eru yndislegt fyrirbæri og verða ennþá betri ef þeirra er notið í góðum félagsskap og jafnvel með glasi af léttu og ávaxtaríku rauðvíni.
1) Pizzadeig, uppskrift hægt að sjá hér. 2) Pizzasósa, uppskrift hægt að sjá hér. 3) mozzarella 4) ætisþistlar 5) Svartar ólífur 6) hráskinka 7) sveppir 8) ólífuolía
Aðferð
1) Fletjið út pizzudeigið 2) Setjið passlegt magn af pizzasósunni á botninn. 3) Dreifið mozzarellaosti yfir sósuna. 4) Setjið síðan öll áleggin á pizzuna nema hráskinkuna; fyrst ætisþistlana, síðan sveppina og loks svörtu ólífurnar. 5) Hellið smá slettu af ólífuolíu yfir pizzuna áður en þið setjið pizzuna inn í brennandi heitan ofninn. 6) Bakið þar til botninn er orðinn stökkur, osturinn bráðinn og pizzan lítur einfaldlega stórkostlega út. 7) Takið þá pizzuna úr ofninum, leggið hráskinkusneiðarnar yfir pizzuna og berið hana strax fram.
Gott er að notast við pizzustein, hvort sem pizzan er bökuð í ofni eða á útigrillinu. En þar sem ofnar, grill og pizzusteinar eru mismunandi að gerð og virkni þá er einfaldlega erfitt að gefa upp nákvæman bökunartíma. Svo best er að fylgjast vel með pizzunni í ofninum eða á grillinu, prófa sig áfram og ná með tímanum fullkomnun, hver við sínar aðstæður.
Pizzur eru yndislegt fyrirbæri og verða ennþá betri ef þeirra er notið í góðum félagsskap og jafnvel með glasi af léttu og ávaxtaríku rauðvíni.