Þessa pizzu má finna á mörgum pizzeríum á Ítalíum og þó víðar væri leitað. Þetta er í rauninni grænmetispizza þar sem notast er við ferskasta grænmeti hverrar árstíðar þó oftast sé notast við eggaldin, kúrbít, papriku og tómata. Við setjum fyrst ólífuolíu á grænmetið, söltum það vel og látum það standa um stund áður en við grillum það á mínútugrilli eða grillpönnu. Með því að grilla grænmetið á þennan hátt kallar maður fram ómótstæðilegt bragð af grænmetinu sem tekur þessa pizzu upp í allt aðrar hæðir. Þetta er óendanlega góð pizza sem sýnir manni og sannar að grænmetisréttir geta verið frábærir.
Hráefni
1) Pizzadeig, uppskrift hægt að sjá hér. 2) Pizzasósa, uppskrift hægt að sjá hér. 3) Mozzarella 4) Grillaður eggaldin 5) Grilluð paprika 6) Grillaður kúrbítur 7) 2-3 tómatar 8) Ólífuolía 9) Sjávarsalt
Aðferð
1) Byrjið á því að skera eggaldinið, paprikuna og kúrbítinn í sneiðar 2) Hellið yfir grænmetið ólífuolíu, saltið og látið standa um stund. 3) Grillið eggaldinið, paprikuna og kúrbítinn á mínútugrilli eða grillpönnu og látið það mýkjast vel. 4) Fletjið út pizzudeigið 5) Setjið passlegt magn af pizzasósu á botninn. 6) Dreifið mozzarella yfir sósuna. 7) Hellið smá slettu af ólífuolíu yfir pizzuna. 8) Raðið grillaða grænmetinu yfir pizzuna ásamt sneiddum tómötum og setjið hana síðan inn í heitan ofninn. 9) Bakið þar til botninn er orðinn stökkur, osturinn bráðinn og pizzan lítur einfaldlega stórkostlega út.
Gott er að notast við pizzustein, hvort sem pizzan er bökuð í ofni eða á útigrillinu. En þar sem ofnar, grill og pizzusteinar eru mismunandi að gerð og virkni þá er einfaldlega erfitt að gefa upp nákvæman bökunartíma. Svo best er að fylgjast vel með pizzunni í ofninum eða á grillinu, prófa sig áfram og ná með tímanum fullkomnun, hver við sínar aðstæður.
1) Pizzadeig, uppskrift hægt að sjá hér. 2) Pizzasósa, uppskrift hægt að sjá hér. 3) Mozzarella 4) Grillaður eggaldin 5) Grilluð paprika 6) Grillaður kúrbítur 7) 2-3 tómatar 8) Ólífuolía 9) Sjávarsalt
Aðferð
1) Byrjið á því að skera eggaldinið, paprikuna og kúrbítinn í sneiðar 2) Hellið yfir grænmetið ólífuolíu, saltið og látið standa um stund. 3) Grillið eggaldinið, paprikuna og kúrbítinn á mínútugrilli eða grillpönnu og látið það mýkjast vel. 4) Fletjið út pizzudeigið 5) Setjið passlegt magn af pizzasósu á botninn. 6) Dreifið mozzarella yfir sósuna. 7) Hellið smá slettu af ólífuolíu yfir pizzuna. 8) Raðið grillaða grænmetinu yfir pizzuna ásamt sneiddum tómötum og setjið hana síðan inn í heitan ofninn. 9) Bakið þar til botninn er orðinn stökkur, osturinn bráðinn og pizzan lítur einfaldlega stórkostlega út.
Gott er að notast við pizzustein, hvort sem pizzan er bökuð í ofni eða á útigrillinu. En þar sem ofnar, grill og pizzusteinar eru mismunandi að gerð og virkni þá er einfaldlega erfitt að gefa upp nákvæman bökunartíma. Svo best er að fylgjast vel með pizzunni í ofninum eða á grillinu, prófa sig áfram og ná með tímanum fullkomnun, hver við sínar aðstæður.