Pizza alla Carbonara, eða pizza kolagerðarmannsins, er byggð á geysilega vinsælum pastarétti, Spaghetti alla Carbonara, sem upprunninn er frá héraðinu Lazio, nánartiltekið Róm. Hérna er einfaldlega pastanum skipt út fyrir pizzabotn en allt annað við það sama. Niðurstaðan er bragðgóð og matarmikil pizza sem steinliggur.
Hráefni
1) Pizzadeig, uppskrift hægt að sjá hér. 2) Pizzasósa, uppskrift hægt að sjá hér. 3) Mozzarella 4) 150 gr beikon 5) 50 gr parmesan 6) Ólífuolía 7) 1 egg 8) sletta af rjóma 9) Slatti af pipar.
Aðferð
1) Þeytið egginu ásamt rjómanum og helmingnum af rifnum parmesanostinum saman í skál ásamt ögn af salti. 2) Hitið olíu og smjör í stórum potti, setjið beikonið útí í litlum bitum og látið það malla hægt þar til fitan er orðin glær 3) Fletjið út pizzudeigið 4) Setjið passlegt magn af pizzasósu á botninn. 5) Dreifið mozzarella yfir sósuna. 6) Hellið smá slettu af ólífuolíu yfir pizzuna áður en þið setjið hana inn í brennandi heitan ofninn. 7) Þegar u.þ.b. 2 mínútur eru eftir af eldunartímanum, takið pizzuna út úr ofninum, dreifið beikoninu yfir pizzuna áður en þið hellið eggjablöndunni góður yfir hana og stingið henni aftur inn í ofninn. 8) Bakið þar til botninn er orðinn stökkur, osturinn bráðinn, eggjablandan búin að taka sig og pizzan lítur einfaldlega stórkostlega út. 9) Að lokum skulið þið bæta afganginum af parmesanostinum og piprið eftir smekk.
Gott er að notast við pizzustein, hvort sem pizzan er bökuð í ofni eða á útigrillinu. En þar sem ofnar, grill og pizzusteinar eru mismunandi að gerð og virkni þá er einfaldlega erfitt að gefa upp nákvæman bökunartíma. Svo best er að fylgjast vel með pizzunni í ofninum eða á grillinu, prófa sig áfram og ná með tímanum fullkomnun, hver við sínar aðstæður.
Pizzur eru yndislegt fyrirbæri og verða ennþá betri ef þeirra er notið í góðum félagsskap og jafnvel með glasi af léttu og ávaxtaríku rauðvíni.
1) Pizzadeig, uppskrift hægt að sjá hér. 2) Pizzasósa, uppskrift hægt að sjá hér. 3) Mozzarella 4) 150 gr beikon 5) 50 gr parmesan 6) Ólífuolía 7) 1 egg 8) sletta af rjóma 9) Slatti af pipar.
Aðferð
1) Þeytið egginu ásamt rjómanum og helmingnum af rifnum parmesanostinum saman í skál ásamt ögn af salti. 2) Hitið olíu og smjör í stórum potti, setjið beikonið útí í litlum bitum og látið það malla hægt þar til fitan er orðin glær 3) Fletjið út pizzudeigið 4) Setjið passlegt magn af pizzasósu á botninn. 5) Dreifið mozzarella yfir sósuna. 6) Hellið smá slettu af ólífuolíu yfir pizzuna áður en þið setjið hana inn í brennandi heitan ofninn. 7) Þegar u.þ.b. 2 mínútur eru eftir af eldunartímanum, takið pizzuna út úr ofninum, dreifið beikoninu yfir pizzuna áður en þið hellið eggjablöndunni góður yfir hana og stingið henni aftur inn í ofninn. 8) Bakið þar til botninn er orðinn stökkur, osturinn bráðinn, eggjablandan búin að taka sig og pizzan lítur einfaldlega stórkostlega út. 9) Að lokum skulið þið bæta afganginum af parmesanostinum og piprið eftir smekk.
Gott er að notast við pizzustein, hvort sem pizzan er bökuð í ofni eða á útigrillinu. En þar sem ofnar, grill og pizzusteinar eru mismunandi að gerð og virkni þá er einfaldlega erfitt að gefa upp nákvæman bökunartíma. Svo best er að fylgjast vel með pizzunni í ofninum eða á grillinu, prófa sig áfram og ná með tímanum fullkomnun, hver við sínar aðstæður.
Pizzur eru yndislegt fyrirbæri og verða ennþá betri ef þeirra er notið í góðum félagsskap og jafnvel með glasi af léttu og ávaxtaríku rauðvíni.