Pestó með sólþurrkuðum tómötum er virkilega bragðgóð og einföld sósa sem hentar vel með pasta, t.d. penne eða rigatoni. Uppistaðan eru sólþurrkaðir tómatar sem eru mikið notaðir á suður-Ítalíu, sérstaklega í Calabría, Púglía og Sikiley. Í þessum héruðum er hefðin í lok hvers sumar að láta tómatana þorna í sólinni og þeir varðveittir í olíu þar til þeirra er neytt.
Sólþurrkaðir tómatarnir ásamt möndlum, furuhnetum og basilíku mynda svolítið sérstakt og skemmtilegt samband, líkt eins og pínulítill hluti Miðjarðarhafsins sé kominn heim í stofu til þín. Niðurstaðan er einfalt og bragðgott pestó sem virkilega er þess virði að prófa.
Sólþurrkaðir tómatarnir ásamt möndlum, furuhnetum og basilíku mynda svolítið sérstakt og skemmtilegt samband, líkt eins og pínulítill hluti Miðjarðarhafsins sé kominn heim í stofu til þín. Niðurstaðan er einfalt og bragðgott pestó sem virkilega er þess virði að prófa.
Hráefni
1) 170 gr sólþurrkaðir tómatar 2) 20 gr hýðislausar möndlur 3) 30 gr furuhnetur 4) basilíka, ca. 20 lauf 5) olía af sólþurrkuðu tómötunum.
Aðferð
1) Setjið sólþurrkuðu tómatana í matvinnsluvél, geymið olíuna. 2) Bætið möndlunum saman við 3) og svo furuhnetunum.
1) 170 gr sólþurrkaðir tómatar 2) 20 gr hýðislausar möndlur 3) 30 gr furuhnetur 4) basilíka, ca. 20 lauf 5) olía af sólþurrkuðu tómötunum.
Aðferð
1) Setjið sólþurrkuðu tómatana í matvinnsluvél, geymið olíuna. 2) Bætið möndlunum saman við 3) og svo furuhnetunum.
4) Bætið að endingu basilíkulaufunum saman við. 5) Látið matvinsluvélina vinna þetta saman, hellið olíu smám saman við þar til áferðin er orðin ykkur að skapi. 6) Setjið herlegheitin í passlega skál og berið fram.
Pestó með sólþurrkuðum tómötum hentar virkilega vel með pasta, t.d. penne eða rigatoni, eða eitt og sér með góðu brauði.