Pesto alla Siciliana er dásamlegt pestó búið til úr mörgum af þeim hráefnum sem eru svo einkennandi fyrir matargerðina á Sikiley, t.d. tómötum, ríkotta, basilíku og furuhnetum ásamt parmesan. Orðið „pesto“ er dregið af ítölsku sögninni "pestare" sem þýðir "að merja" en í gegnum tíðina hefur þessi sósa oftast verið gerð í kvörn, marin með handafli.
Hér er um að ræða virkilega gott pestó sem hentar bæði með spaghettí og flestum stuttu pasta á borð við penne, rigatoni og casarecce. Þessi sósa er ekki einungis virkilega góð heldur er hún einstaklega holl og auðveld að allri gerð.
Hér er um að ræða virkilega gott pestó sem hentar bæði með spaghettí og flestum stuttu pasta á borð við penne, rigatoni og casarecce. Þessi sósa er ekki einungis virkilega góð heldur er hún einstaklega holl og auðveld að allri gerð.
Hráefni
1) 100 gr tómatar 2) 100 gr parmesan 3) 30 gr furuhnetur 4) 180 gr ricotta 5) 1 stk hvítlauksrif 6) handfylli af basilíku 7) ólífuolía 8) Salt 9) pipar
Aðferð
1) Skerið kross undir hvern tómat. 2) Setjið síðan tómatana í pott með sjóðandi vatni í fáeinar sekúndur 3) Takið tómatana úr pottinum og setjið ofan í skál með ísköldu vatni 4) Að endingu er hýðið tekið af með mjög auðveldum hætti.
1) 100 gr tómatar 2) 100 gr parmesan 3) 30 gr furuhnetur 4) 180 gr ricotta 5) 1 stk hvítlauksrif 6) handfylli af basilíku 7) ólífuolía 8) Salt 9) pipar
Aðferð
1) Skerið kross undir hvern tómat. 2) Setjið síðan tómatana í pott með sjóðandi vatni í fáeinar sekúndur 3) Takið tómatana úr pottinum og setjið ofan í skál með ísköldu vatni 4) Að endingu er hýðið tekið af með mjög auðveldum hætti.
5) Skerið tómatana í bita og skeið innan úr þeim. 6) Setjið tómatana á bökunarpappír og bakið þá í 100 gráðu heitum ofni í u.þ.b. 60 mínútur. 7) Setjið síðan tómatana í matvinnsluvél ásamt basilíkunni og hvítlauknum og 8) hrærið þessu vel saman.
9) Bætið síðan nýrifnum parmesan og furuhnetum saman við og 10) hrærið þetta pínulítið betur eða þar til áferðin á herlegheitunum er orðin passlega mjúk. 11) Hellið blöndunni góðu yfir í góða skál, bætið að lokum ríkottaostinum saman við og hrærið honum vel saman við. 12) Bætið að lokum ólífuolíu saman við ásamt salti og pipar, allt eftir smekk hvers og eins