Hér erum við að tala um einfaldan, fljótlegan en svo sannarlega bragðgóðan pastarétt sem slær alltaf í gegn. Þetta er einn af þessum réttum þar sem manni hreinlega langar til að sleikja diskinn þó ég mæli með því að hafa brauð við höndina til að ná sem mest af sósunni góðu :-)
Hráefni fyrir fjóra
1) 400 gr penne 2) 1 laukur, skorinn í þunnar sneiðar 3) 1 hvítlauksrif 4) 2msk ólíuolía 5) 200 gr sveppir, saxaðir smátt 6) 1 eggaldin, skorið í bita 7) 100 ml rjómi 8) 50 gr nýrifinn parmesan 9) salt 10) pipar.
Aðferð
1) Hitið ólífuolíuna á pönnu ásamt lauknum og hvítlauksrifinu. Látið þetta stikna þar til laukurinn hefur brúnast og fjarlægið þá hvítlauksrifið af pönnunni. 2) Bætið sveppunum og eggaldini á pönnuna og 3) látið stikna þar til sveppirnir og eggaldinið hefur tekið lit.
1) 400 gr penne 2) 1 laukur, skorinn í þunnar sneiðar 3) 1 hvítlauksrif 4) 2msk ólíuolía 5) 200 gr sveppir, saxaðir smátt 6) 1 eggaldin, skorið í bita 7) 100 ml rjómi 8) 50 gr nýrifinn parmesan 9) salt 10) pipar.
Aðferð
1) Hitið ólífuolíuna á pönnu ásamt lauknum og hvítlauksrifinu. Látið þetta stikna þar til laukurinn hefur brúnast og fjarlægið þá hvítlauksrifið af pönnunni. 2) Bætið sveppunum og eggaldini á pönnuna og 3) látið stikna þar til sveppirnir og eggaldinið hefur tekið lit.
4) Hrærið rjómanum saman við, saltið og pipri. 5) Látið þetta malla undir lok í 10 mínútur. 6) Sjóðið pastað, farið eftir leiðbeiningunum á pakkanum og ofsjóðið það ekki. Látið renna af pastanum og setjið það út í sósuna góðuna. Bætið nýrifnum parmesan-ostinum saman við, hrærið saman og berið strax fram.