Það eru einhverjir töfrar við þessa samsetningu: rjómi, pestó og tómatar. Penne með rjóma, pestó og tómötum er réttur sem lætur í rauninni lítið yfir sér í upphafi en springur út og kemur sífellt á óvart. Þetta er réttur sem er allt í senn auðveldur, bragðgóður og tilbúinn á augabragði. Fullkominn sem fljótlegur réttu fyrir fjölskylduna eða þegar gesti ber skýndilega að garði.
Hráefni
1) 200 ml rjómi 2) 1 dós af tómötum í dós 3) 2 msk af pestó 4) 400 gr penne 5) 40 gr parmesan 6) salt
Aðferð
1) Hitið rjómann ásamt tómötunum og látið kraum við lágan hita í 10 mínútur. 2) Takið af hellunni og hrærið pestóið saman við blönduna góðu. 3) Sjóðið pastað, farið eftir leiðbeiningunum á pakkanum og ofsjóðið það ekki. 4) Látið renna af pastanu þegar það er hæfilega soðið og blandið því saman við sósuna. 5) Bætið við parmesan og berið réttinn strax fram.
1) 200 ml rjómi 2) 1 dós af tómötum í dós 3) 2 msk af pestó 4) 400 gr penne 5) 40 gr parmesan 6) salt
Aðferð
1) Hitið rjómann ásamt tómötunum og látið kraum við lágan hita í 10 mínútur. 2) Takið af hellunni og hrærið pestóið saman við blönduna góðu. 3) Sjóðið pastað, farið eftir leiðbeiningunum á pakkanum og ofsjóðið það ekki. 4) Látið renna af pastanu þegar það er hæfilega soðið og blandið því saman við sósuna. 5) Bætið við parmesan og berið réttinn strax fram.