Penne með laxi og rjóma, á ítölsku Penne con salmone e panna, er bæði einfaldur og fljótlegur réttur. Fullkominn sem fljótlegur réttur fyrir fjölskylduna eða þegar gesti ber skyndilega að garði.
Hráefni fyrir fjóra
1) 400 gr penne 2) 200 gr reyktur lax 3) 250 ml rjómi 4) 3-4 greinar af fersku dilli eða samsvarandi af þurrkuðu 5) salt.
Aðferð
1) Sjóðið pastað, farið eftir leiðbeiningunum á pakkanum og ofsjóðið það ekki. 2) Hellið rjómanum í pott og hitið á miðlungshita á meðan pastað er að sjóða. 3) Skerið laxinn í litla bita. 4) Bætið helmingnum af laxinum út rjómann þegar hann er orðinn nokkuð heitur ásamt dillinu. 5) Takið rjómablönduna af hitanum þegar rjóminn fer að sjóða. 6) Maukið sósuna í matvinnsluvél eða notið töfrasprota en við það verður sósan falleg og silkimjúk. 7) Bætið nú hinum helmingnum af laxinum út í rjómasósuna. 8) Saltið eftir smekk 9) Nú er kominn tími til þess að láta renna af pastanum, blanda sósunni saman við og bera réttinn strax fram.
1) 400 gr penne 2) 200 gr reyktur lax 3) 250 ml rjómi 4) 3-4 greinar af fersku dilli eða samsvarandi af þurrkuðu 5) salt.
Aðferð
1) Sjóðið pastað, farið eftir leiðbeiningunum á pakkanum og ofsjóðið það ekki. 2) Hellið rjómanum í pott og hitið á miðlungshita á meðan pastað er að sjóða. 3) Skerið laxinn í litla bita. 4) Bætið helmingnum af laxinum út rjómann þegar hann er orðinn nokkuð heitur ásamt dillinu. 5) Takið rjómablönduna af hitanum þegar rjóminn fer að sjóða. 6) Maukið sósuna í matvinnsluvél eða notið töfrasprota en við það verður sósan falleg og silkimjúk. 7) Bætið nú hinum helmingnum af laxinum út í rjómasósuna. 8) Saltið eftir smekk 9) Nú er kominn tími til þess að láta renna af pastanum, blanda sósunni saman við og bera réttinn strax fram.