Penne með kúrbít eða Penne con zucchine er einn af mínum uppáhaldsréttum. Þennan rétt eldaði ég fyrst í lítilli íbúð í Mílanó í kringum síðustu aldamót. Síðan þá hef ég eldað hann ótalsinnum, svo oft að gælunafnið "Kúrbíturinn" fór að festast við mig. En þess má geta að fáeinir meistarar kalla mig þessu nafni enn þann dag í dag. En burt séð frá þeirri sögu þá er hér um að ræða virkilega ferskan og bragðgóðan rétt sem tiltölulega fljótlegt er að matbúa, mæli eindregið með honum.
Hráefni
1) 500 gr penne 2) 1 kg kúrbítur 3) 1,5 dl ólífuolía 4) salt 5) pipar 6) 50 gr parmesan 7) 250 gr mozzarella, tvær kúlur 8) 2 egg
Aðferð
1) Skerið kúrbítinn í þunnar sneiðar, c,a, 3-4 mm en ekki afhýða hann. 2) Steikið hann í ólifuolíunni en ofsteikið þær ekki. Þær eiga aðeins að vera mjúkar og fagurgrænar. 3) Saltið kúrbítssneiðarnar þegar þær eru tilbúnar og haldið þeim heitum. Geymið ólífuolíuna. 4) Rífið parmesan og skerið mozzarellakúlurnar i litla teninga. 5) Sjóðið pastað í söltuðu vatni, farið eftir leiðbeiningunum á pakkanum og ofsjóðið það ekki. 6) Þeytið eggin saman í skál. 7) Látið renna af pastanu um leið og það er soðið og setjið það brennandi heitt í heita skál. 8) Hrærið mozzarellaostinum saman við pastað og verið snögg svo osturinn nái að bráðna saman við heitt pastað. 9) Bætið nú eggjunum saman við ásamt kúrbítnum og ólífuolíunni og hrærið duglega svo eggin stirðni. 10) Að lokum er parmesanostinum bætt saman við ásamt því að salta og pipra eftir smekk. 11) Blandið þessu öllu vel saman og berið réttinn strax fram.
1) 500 gr penne 2) 1 kg kúrbítur 3) 1,5 dl ólífuolía 4) salt 5) pipar 6) 50 gr parmesan 7) 250 gr mozzarella, tvær kúlur 8) 2 egg
Aðferð
1) Skerið kúrbítinn í þunnar sneiðar, c,a, 3-4 mm en ekki afhýða hann. 2) Steikið hann í ólifuolíunni en ofsteikið þær ekki. Þær eiga aðeins að vera mjúkar og fagurgrænar. 3) Saltið kúrbítssneiðarnar þegar þær eru tilbúnar og haldið þeim heitum. Geymið ólífuolíuna. 4) Rífið parmesan og skerið mozzarellakúlurnar i litla teninga. 5) Sjóðið pastað í söltuðu vatni, farið eftir leiðbeiningunum á pakkanum og ofsjóðið það ekki. 6) Þeytið eggin saman í skál. 7) Látið renna af pastanu um leið og það er soðið og setjið það brennandi heitt í heita skál. 8) Hrærið mozzarellaostinum saman við pastað og verið snögg svo osturinn nái að bráðna saman við heitt pastað. 9) Bætið nú eggjunum saman við ásamt kúrbítnum og ólífuolíunni og hrærið duglega svo eggin stirðni. 10) Að lokum er parmesanostinum bætt saman við ásamt því að salta og pipra eftir smekk. 11) Blandið þessu öllu vel saman og berið réttinn strax fram.