Það að taka tómata, chilli, beikon og rjóma og búa til pastasósu í bland við nýrifinn parmesan er ávísun á flottan og bragðmikinn pastarétt með sáralítilli fyrirhöfn. Hér er um að ræða dúndur pastarétt sem slær alltaf í gegn.
Hráefni
1) 400 gr penne 2) 1 dós af niðursoðnum tómötum 3) 1 miðlungsstórt chilli, smátt saxað og fræin fjarlægð 4) 150 gr beikon, skorið í bita 5) 200 ml rjómi 6) 50 gr parmesan 7) 2 msk ólífuolía 8) salt
Aðferð
1) Hitið olíu á stórri pönnu og 2) og bætið chilli og 3) beikoni á pönnuna. 4) Látið þetta steikjast á miðlungshita í 5 mínútur eða þar til þetta hefur tekið lit.
1) 400 gr penne 2) 1 dós af niðursoðnum tómötum 3) 1 miðlungsstórt chilli, smátt saxað og fræin fjarlægð 4) 150 gr beikon, skorið í bita 5) 200 ml rjómi 6) 50 gr parmesan 7) 2 msk ólífuolía 8) salt
Aðferð
1) Hitið olíu á stórri pönnu og 2) og bætið chilli og 3) beikoni á pönnuna. 4) Látið þetta steikjast á miðlungshita í 5 mínútur eða þar til þetta hefur tekið lit.
5) Bætið tómötunum á pönnuna, 6) blandið þessu vel saman og látið þetta malla við vægan hita í u.þ.b. 20-25 mínútur. 7) Bætið rjómanum saman við, 8) blandið saman og hitið aftur upp að suðu.
9) Sjóðið pastað, farið eftir leiðbeiningunum á pakkanum og ofsjóðið það ekki. Látið renna af pastanu, setjið það útá pönnuna með sósunni góðu og 10) blandið öllu vel saman. 11) Að lokum má alls ekki gleyma að blanda miklum parmesan saman við réttinn. 12) Skenkið á diskana og svo er að sjálfsögðu má bæta við nýrifnum parmesan á réttinn, allt eftir smekk hvers og eins.
Með þessum rétti mælir MINITALIA með Il Nostro Rosso Puglia IGT 2015
Það hefur verið stunduð vínrækt í Púglía í fjögur þúsund ár, lengur en í flestum öðrum héruðum Ítalíu. Í Púglía er framleitt meira magn af víni en í nokkru öðru héraði landsins. Á undanförnum árum hefur vínræktin í Púglía tekið stakkaskiptum og framfarirnar verið miklar, þökk sé nýrri tækni og nýjum viðhorfum í vínræktinni.
Vínið sem hér um ræðir, Il Nostro Rosso Puglia IGT 2015, kemur einmitt frá héraðinu Púglía og er framleitt úr tveimur af helstu þrúgum þess, Negro Amaro og Primitivo, ásamt pínulitlu magni af þrúgunni Malvasia Nera. En þess má geta að þetta vín er einvörðungu framleitt úr lífrænt ræktuðum þrúgum. Vínið er að hluta til látið þroskast í eikartunnum í sex mánuði áður en því er tappað á flöskur og sett á markað.
Þetta rúbínrauða vín tekur á móti manni með angan af rauðum ávexti, kirsuber ríkjandi. Þetta er ávaxtaríkt vín, mjúk tannín og ágætis sýra. Hér er um að ræða létt, mjúkt og þægilegt vín sem hentar vel með ýmsum ítölskum pastaréttum.
Vínið sem hér um ræðir, Il Nostro Rosso Puglia IGT 2015, kemur einmitt frá héraðinu Púglía og er framleitt úr tveimur af helstu þrúgum þess, Negro Amaro og Primitivo, ásamt pínulitlu magni af þrúgunni Malvasia Nera. En þess má geta að þetta vín er einvörðungu framleitt úr lífrænt ræktuðum þrúgum. Vínið er að hluta til látið þroskast í eikartunnum í sex mánuði áður en því er tappað á flöskur og sett á markað.
Þetta rúbínrauða vín tekur á móti manni með angan af rauðum ávexti, kirsuber ríkjandi. Þetta er ávaxtaríkt vín, mjúk tannín og ágætis sýra. Hér er um að ræða létt, mjúkt og þægilegt vín sem hentar vel með ýmsum ítölskum pastaréttum.