Pasta alla Norma er hreint út sagt magnaður réttur sem gerður er úr tómötum, eggaldin, söltuðum ricotta, basilíku og náttúrulega spaghettí. Þessi dásamlegi réttur á ættir sínar að rekja til Sikileyjar, nánar tiltekið frá borginni Catanía, og sagt er að rétturinn sé nefndur eftir óperunni Norma eftir Vincenzo Bellini. Hér erum að ræða magnaða bragðbombu sem skilur engan eftir ósnortinn
Hráefni fyrir fjóra
1) 400 gr spaghettí 2) 2 stk eggaldin, ca. 500 gr 3) 200 gr saltaður ricotta, líka má nota t.d. Pecorino Romano eða Parmesan ef maður finnur ekki saltaðan ricotta 4) 2 stk hvítlauksrif 5) 10 gr. basilíka 6) 2 dósir af tómötum í dós 7) 30 gr ólífuolía 8) salt 9) pipar
Aðferð
1) Skerið eggaldinin í ca. 0,5 cm þykkar sneiðar, gott er að notast við mandólín til að fá sneiðarnar sem jafnastar en auðvitað er líka hægt að skera þær með góðum hníf. 2) Setjið nokkrar eggaldinsneiðar í botninn á stóru sigti, saltið síðan með grófu sjávarsalti, svo annað lag af eggaldinsneiðum, saltið á nýjan leik og svo koll af kolli þar til búið er að salta allar sneiðarnar. 3) Setjið sigtið með eggaldinsneiðunum í stóra skál og setjið disk ofan á 4) og síðan eitthvað þungt til að setja smá þrýsting.
1) 400 gr spaghettí 2) 2 stk eggaldin, ca. 500 gr 3) 200 gr saltaður ricotta, líka má nota t.d. Pecorino Romano eða Parmesan ef maður finnur ekki saltaðan ricotta 4) 2 stk hvítlauksrif 5) 10 gr. basilíka 6) 2 dósir af tómötum í dós 7) 30 gr ólífuolía 8) salt 9) pipar
Aðferð
1) Skerið eggaldinin í ca. 0,5 cm þykkar sneiðar, gott er að notast við mandólín til að fá sneiðarnar sem jafnastar en auðvitað er líka hægt að skera þær með góðum hníf. 2) Setjið nokkrar eggaldinsneiðar í botninn á stóru sigti, saltið síðan með grófu sjávarsalti, svo annað lag af eggaldinsneiðum, saltið á nýjan leik og svo koll af kolli þar til búið er að salta allar sneiðarnar. 3) Setjið sigtið með eggaldinsneiðunum í stóra skál og setjið disk ofan á 4) og síðan eitthvað þungt til að setja smá þrýsting.
5) Setjið ólífuolíu í góðan pott ásamt smátt skornum hvítlauknum og látið hann malla við lágan hita í u.þ.b. 5 mínútur. 6) Bætið við tveimur dósum af tómötum í dós maukið þá létt með gaffli og látið malla í u.þ.b. 15 mínútur. 7) Maukið sósuna með töfrasprota eða matvinnsluvél, saltið og piprið eftir þörfum og látið malla áfram í 10 mínútur. 8) Slökkvið undir sósunni, blandið grófsaxaðri basilíkunni við og leggið til hliðar.
9) Þegar eggaldinsneiðarnar hafa legið í saltinu í góða klukkustund er saltinu skolað af þeim og þær þurrkaðar létt. 10) Setjið olíu á pönnu og hitið hana hægt og rólega upp í ca. 170 gráður. 11) Djúpsteikið eggaldinsneiðarnar þar til þær byrja að taka á sig örlítinn lit. 12) Leggið þær til hliðar á meðan þið klárið að djúpsteikja eggaldinsneiðarnar.
13) Skerið eggaldinsneiðarnar í ca. 1 cm þykkar ræmur. 14) Bætið eggaldinsneiðunum út í sósuna góðu. 15) Sjóðið pastað, farið eftir leiðbeiningunum á pakkanum og ofsjoðið það ekki. Látið renna af pastanu, setjið það út út í sósunum og hrærið vel saman. 16) Bætið ostinum út í pottinn, hrærið vel saman við herlegheitin og berið réttinn strax fram.