La Gricia er nafnið á einni ástsælustu pastasósu héraðsins Lazio á Ítalíu. Það sem einkennir þennan rétt eru einföld og tiltölulega fá hráefni. Þrátt fyrir þessi einföldu og tiltölulega fáu hráefni þá er niðurstaðan óendanlega bragðgóður réttur sem slær ávalt í gegn, hérna eru einhverjir töfrar sem eiga sér stað.
Hráefni, fyrir fjóra
1) 400 gr spaghetti eða rigatoni 2) 200 gr beikon, þykkar sneiðar, skorið í ca. 1 cm þykka bita 3) 200 gr pecorino romano 4) salt 5) svartur pipar úr kvörn
Aðferð
1) Steikið beikonbitana á heitri pönnu, 2) látið þá taka góðan lit en alls ekki láta þá verða stökka. Leggið til hliðar um stund. Sjóðið pastað, farið eftir leiðbeiningunum á pakkanum og ofsjóðið það ekki. 3) Setjið eina ausu af pastavatninu út á pönnuna með beikoninu og hrærið vel saman.
1) 400 gr spaghetti eða rigatoni 2) 200 gr beikon, þykkar sneiðar, skorið í ca. 1 cm þykka bita 3) 200 gr pecorino romano 4) salt 5) svartur pipar úr kvörn
Aðferð
1) Steikið beikonbitana á heitri pönnu, 2) látið þá taka góðan lit en alls ekki láta þá verða stökka. Leggið til hliðar um stund. Sjóðið pastað, farið eftir leiðbeiningunum á pakkanum og ofsjóðið það ekki. 3) Setjið eina ausu af pastavatninu út á pönnuna með beikoninu og hrærið vel saman.
4) Látið renna af pastanu, setjið það út í pottinn með beikoninu. 5) Stráið svo rifnum ostinum yfir herlegheitin og blandið öll vel saman. Getur tekið smá tíma að láta ostin bráðna saman við pastavatnið. 6) Saltið lítillega og piprið eftir smekk, athugið að það er nú þegar töluvert salt komið í réttinn, bæði í beikoninu og ostinum. Gott er að strá að endingu smá osti yfir hvern disk fyrir sig, andartaki áður en rétturinn er borinn fram.
Með þessum rétti mælir MINITALIA með LEONARDO CHIANTI DOCG 2015
Í hjarta Chianti-svæðisins í Toscana er að finna smábæinn Vinci en við hann er kenndur lista- og vísindamaðurinn Leonardo da Vinci. En bærinn er ekki einungis þekktur fyrir sjálfan Leonardo da Vinci heldur eru framleidd þar virkilega góð vín sem vert er að gefa gaum. Í bænum er starfandi vínsamlagið Cantine Leonardo, stofnað árið 1961, sem samanstendur af 200 bændum sem rækta vínvið á u.þ.b. 750 hekturum á svæðunum Chianti og Montalcino í héraðinu Toscana.
Leonardo Chianti DOCG 2015 er að 85% hluta framleitt úr þrúgunni Sangiovese, 10% úr þrúgunni Merlot og 5% úr hinum ýmsu þrúgum. Vínið er látið þroskast á stáltönkum í 6 mánuði áður en því er tappað á flöskur og sett á markað.
Þetta dökkfjólubláa vín tekur á móti manni með angan af krisuberjum og ferskum, rauðum ávexti, vottur af svörtum pipar. Þetta er vín í flottu jafnvægi, fersk sýra, tannín í mýkri kantinum og eftirbragð með pínulitlum krydduðum tónum. Hér er um að ræða góðan og einfaldan en þó nokkuð kröftugan Chianti á virkilega góðu verði.
Hér er um að ræða virkilega matvænt vín sem smellpassar með ýmsum ítölskum réttum, t.d. réttum á borð við pasta, pizzu og risottó.
Leonardo Chianti DOCG 2015 er að 85% hluta framleitt úr þrúgunni Sangiovese, 10% úr þrúgunni Merlot og 5% úr hinum ýmsu þrúgum. Vínið er látið þroskast á stáltönkum í 6 mánuði áður en því er tappað á flöskur og sett á markað.
Þetta dökkfjólubláa vín tekur á móti manni með angan af krisuberjum og ferskum, rauðum ávexti, vottur af svörtum pipar. Þetta er vín í flottu jafnvægi, fersk sýra, tannín í mýkri kantinum og eftirbragð með pínulitlum krydduðum tónum. Hér er um að ræða góðan og einfaldan en þó nokkuð kröftugan Chianti á virkilega góðu verði.
Hér er um að ræða virkilega matvænt vín sem smellpassar með ýmsum ítölskum réttum, t.d. réttum á borð við pasta, pizzu og risottó.