Parmigiano Reggiano, sem útleggst Parmesan á íslensku, er ítalskur ostur sem dregur nafn sitt af upprunasvæði sínu umhverfis borgirnar Parma og Reggio-Emilia í héraðinu Emila-Romagna. Heiti ostsins er skrásett vörumerki af samtökum framleiðanda og nafnið auk þess verndað af reglugerð Evrópusambandsins. Þar af leiðandi má ostur ekki sömu tegundar ekki bera nafnið Parmigiano Reggiano heldur bera þeir nafnið grana, t.d. hinn þekkti Grana Padano sem framleiddur er aðallega í Lombardia. Í dag má eingöngu framleiða Parmigiano Reggiano í sýslunum Parma, Reggio Emilia, Modena og Bologna sem staðsettar eru í héraðinu Emilia Romagna og ennfremur í sýslunni Mantova sem er staðsett er í héraðinu Lombardia.
Þetta er harður ítalskur ostur sem framleiddur er úr kúamjólk. Mjólkin sem notuð er við framleiðsluna kemur úr kúm af frísversku kyni sem ræktaður eru við kjöraðstæður í hinum frjósama Pódal, sunnan árinnar. Osturinn er framleiddur eftir hefðbundnum aðferðum, þ.e. hleyptur með ostahleypi unnum úr kálfsmögum og saltaður. Osturinn síðan látinn þroskast í minnst eitt ár en oftar er hann látinn þroskast í 2-3 ár. Á þessu þroskatímabili er geymdur á viðarhillum og ólífuolía borin utan á hann til þess að mynda skorpu.
Osturinn er oft rifinn yfir pastarétti, hrærður saman við risotto og ýmsar súpur og að auki er hann algjört lostæti einn og sér. Ennfremur myndar Parmiggiano Reggiano gott jafnvægi á móti rauðvíni, t.d. við smökkun á ungu og óþroskuðu víni. Best er að geyma Parmigiano Reggiano í plastfilmu eða hentugu plastíláti inn í ísskáp. Ekki er ráðlagt að frysta stykki af Parmigiano Reggiano þó gott geti verið að frysta ost sem búið er að rífa niður. Hann hefur mikið geymsluþol og er tilvalinn til neyslu þó hann sé orðinn gamall og harður.
Allar nánari upplýsingar um ostinn er að finna á heimasíðu samtaka framleiðanda Parmigiano Reggiano, Consortium of Parmigiano-Reggiano