Panna cotta er einn allra vinsælustu eftirréttum Ítalíu og þó víðar væri leitað. Rétturinn er uppruninn frá svæðinu Langhe sem staðsett er í héraðinu Piemonte sem er frægt fyrir vín á borð við Barolo og Barbaresco. Panna Cotta er einfaldur og bragðgóður eftirréttur. Í grunninn er rétturinn alltaf eins en síðan má bæta við hinu og þessu og fá út óendanlega margar útgáfur af honum, t.d. karamellu, súkkulaði, kaffi og ferskum ávöxtum. En hérna er Panna Cotta í sinni einföldustu mynd.
Hráefni
1) 1 stöngull af vanillu 2) 150 gr sykur 3) 6 gr matarlím (þrjú blöð) 4) 500 ml rjómi
1) 1 stöngull af vanillu 2) 150 gr sykur 3) 6 gr matarlím (þrjú blöð) 4) 500 ml rjómi
Aðferð
1) Leggið matarlímið í kalt vatn í ca. 10 mín. 2) Skerið innan úr vanillustönglinum 3) Hellið rjómanum í lítinn pott. 4) Bætið út í rjómann bæði vanillufræjunum ásamt stönglinum sjálfum. 5) Setjið allan sykurinn út í rjómann. 6) Hitið við lágan hita en án suðu. 7) Vindið vel matarlímsblöðin, setjið þau út í rjómann og hrærið vel þar til þau eru algjörlega uppléyst í rjómanum. 8) Hellið blöndunni í gegnum fíngert sigti. 9) Undirbúið fjögur mót með því að bleyta þau að innan með vatni eða þínum uppáhalds líkjör. 10) Hellið blöndunni nú í mótin fjögur, gott er að nota ausu við þetta. 11) Setjið mótin inn í ískáp og leymið þar í að minnsta kosti 5-6 klukkustundir. 12) Til þess að ná hinu eina sanna Panna cotta úr forminu er best að dýfa forminu ofan í heitt vatn í ca. 2-3 sek. Snúa því svo á hvolf ofan á disk, halda því saman og hrista það nokkrum sinnum. Endurtakið eftir þörfum.
1) Leggið matarlímið í kalt vatn í ca. 10 mín. 2) Skerið innan úr vanillustönglinum 3) Hellið rjómanum í lítinn pott. 4) Bætið út í rjómann bæði vanillufræjunum ásamt stönglinum sjálfum. 5) Setjið allan sykurinn út í rjómann. 6) Hitið við lágan hita en án suðu. 7) Vindið vel matarlímsblöðin, setjið þau út í rjómann og hrærið vel þar til þau eru algjörlega uppléyst í rjómanum. 8) Hellið blöndunni í gegnum fíngert sigti. 9) Undirbúið fjögur mót með því að bleyta þau að innan með vatni eða þínum uppáhalds líkjör. 10) Hellið blöndunni nú í mótin fjögur, gott er að nota ausu við þetta. 11) Setjið mótin inn í ískáp og leymið þar í að minnsta kosti 5-6 klukkustundir. 12) Til þess að ná hinu eina sanna Panna cotta úr forminu er best að dýfa forminu ofan í heitt vatn í ca. 2-3 sek. Snúa því svo á hvolf ofan á disk, halda því saman og hrista það nokkrum sinnum. Endurtakið eftir þörfum.