Mozzarella er bragðmildur og ferskur ostur sem upphaflega var gerður úr mjólk vatnabuffalsins sem fluttur var inn frá Asíu á áttundu öld. Þessi ostur kemur upphaflega frá suður-Ítalíu, nánar tiltekið héruðunum Campania, Lazio, Puglia og Molise. Þrátt fyrir að mozzarella sem framleiddur úr kúamjólk, kallast þá Mozzarella fior di latte, sé mun algengari þá er Mozzarella di Bufala vissulega framleiddur í nokkrum héruðum Ítalíu enn þann dag í dag, t.d. koma margir af þeim bestu frá héraðinu Campania.. En Mozzarella di Bufala er talin vera mýkri og rjómakenndari en Mozzarella fior di latte.
Mozzarella er oft borðaður nýr en geymist í eigin vökva í fáeina daga og nokkuð lengur ef hann er geymdur í saltpækli en þannig er hann oftast boðinn til sölu í matvöruverslunum. Mozzarella er mikið notaður í ítalskri matargerð, t.d. á pizzur og í hina ýmsu pastarétti.
Mozzarella er oft borðaður nýr en geymist í eigin vökva í fáeina daga og nokkuð lengur ef hann er geymdur í saltpækli en þannig er hann oftast boðinn til sölu í matvöruverslunum. Mozzarella er mikið notaður í ítalskri matargerð, t.d. á pizzur og í hina ýmsu pastarétti.