Mílanó er næst fjölmennasta borg Ítalíu á eftir Róm en Mílanó hefur stækkað mikið á undanförnum árum og áratugum. Þrátt fyrir það að það búi eingöngu 1,3 milljónir manna í borginni sjálfri þá búa rúmlega 4,6 milljónir manna á borgarsvæði hennar (metropolitan area).
Mílanó er nútímalegasta borg Ítalíu, að margra mati táknmynd fyrir hina nýju Ítalíu. Þeirri Ítalíu sem er á fljúgandi ferð út úr gömlum viðjum, tekur opnum örmum á móti nýjum hugmyndum og grípur öll tækifæri sem gefast til framþróunar. Það er einhvern veginn allt að gerast í borginni og allt á fullri ferð en á sama tíma er hún svo afslöppuð og notaleg.
Mílanó er nútímalegasta borg Ítalíu, að margra mati táknmynd fyrir hina nýju Ítalíu. Þeirri Ítalíu sem er á fljúgandi ferð út úr gömlum viðjum, tekur opnum örmum á móti nýjum hugmyndum og grípur öll tækifæri sem gefast til framþróunar. Það er einhvern veginn allt að gerast í borginni og allt á fullri ferð en á sama tíma er hún svo afslöppuð og notaleg.
Mílanó er mikilvægasta iðnaðar- og viðskiptaborg Ítalíu ásamt því að vera fjármálamiðstöð landsins en í borginni er að finna höfuðstöðvar stærstu banka og fyrirtækja landsins. Mílanó er ein af þremur helstu tískuborgum veraldar ásamt því að vera í fararbroddi á sviði húsbúnaðar- og húsgagnahönnunar. Í borginni eru haldnar tískuvikur nokkrum sinnum á hverju ári ásamt fjölmörgum risastórum sýningum á sviði húsbúnaðar- og húsgagnahönnunar.
Í Mílanó er ennfremur að finna glæsileg söfn og heimsfrægar byggingar, leikhús og óperuhús, styttur og listaverk. Það er engin tilviljun að yfir 6 milljónir ferðamanna heimsækja borgina á hverju ári því það er einfaldlega upplifun að ganga um verslunargötur á borð við Via Montenapoleone og Via della Spiga; skoða vöruúrvalið, fólkið og jafnvel bílana. Dómkirkjan er líka mikilfengleg og mannlífið fjölbreytt á dómkirkjutorginu. Eftir góðan dag í Parco Sempione, stærsta almenningsgarði borgarinnar, er vel þess virði að kíkja á hönnunarsafnið Triennale sem stendur við jaðar hans. Síðan er náttúrulega skylda fyrir hvern einasta unnanda góðrar knattspyrnu að kíkja á San Síró og upplifa hörkuslag milli nágrannanna í AC Milan og Inter Mílanó.
Mílanó er sem sagt lifandi og skemmtileg borg sem hefur endalaust margt að bjóða fyrir öll skilningarvitin.
Mílanó er sem sagt lifandi og skemmtileg borg sem hefur endalaust margt að bjóða fyrir öll skilningarvitin.