Limone sul Garda er lítill bær, íbúar telja rúmlega eitt þúsund, sem liggur við Lago di Garda og tilheyrir héraðinu Lombardia. Allt til ársins 1940 var eingöngu hægt að komast til bæjarins með því að sigla yfir Lago di Garda. Íbúar bæjarins lifðu mest á fiskveiðum og ólífurækt en í dag er bærinn einn vinsælasti viðkomustaður ferðamanna sem heimsækja Lago di Garda.
Þar sem bærinn hefur verið afskekktur í gegnum aldirnar hefur átt sér stað ákveðinn skyldleikaræktun. En við rannsóknir þar fundu læknar frá Mílanó árið 1979 stökkbreytt afbrigði af geni sem framleiðir prótein sem vinnur á kólesteróli í blóði og kemur þannig í veg fyrir myndun æðaþrengsla. Þrátt fyrir að þessar uppgötvanir semtaldar voru mjög merkilegar á sínum tíma hafa ekki komið á markað lyf eða meðferðir sem byggja á þessum merkilegu uppgötvunum.
Þar sem bærinn hefur verið afskekktur í gegnum aldirnar hefur átt sér stað ákveðinn skyldleikaræktun. En við rannsóknir þar fundu læknar frá Mílanó árið 1979 stökkbreytt afbrigði af geni sem framleiðir prótein sem vinnur á kólesteróli í blóði og kemur þannig í veg fyrir myndun æðaþrengsla. Þrátt fyrir að þessar uppgötvanir semtaldar voru mjög merkilegar á sínum tíma hafa ekki komið á markað lyf eða meðferðir sem byggja á þessum merkilegu uppgötvunum.