Kjúklingur veiðimannsins, eða Pollo alla cacciatora á ítölsku, er hefðbundinn aðalréttur frá Toscana. Þessi einfaldi réttur er þekktur víða um Ítalíu og þá sérstaklega í hérðunum í norðri. Sum staðar eru sveppir hafðir með í þessum rétti. Þetta er einn af þessum réttum sem er uppruninn er frá hinu fátæka eldhúsi þar sem ósköp venjulegum kjúklingi er breytt á einfaldan hátt í dásamlegan veislurétt.
Hráefni
1) 1 kjúklingur, skorinn í stóra bita 2) 1 laukur 3) 3 hvítlauksrif, heil en kramin með hníf 4) 2 greinar af rósmarín 5) 3-4 leggir af sellerí, skornir í stóra bita 6) 2-3 gulrætur, skornar í litla bita 7) 1-2 chillibelgir, fer eftir stærð þeirra 8) 1 dós af tómötum 9) 1 glas af rauðvíni 10) 100 ml ólífuolía 11) salt og pipar 12) steinselja
Aðferð
1) Hitið ólífuolíu í góðum potti og bætið saman við 2) hvítlauk, 3) lauk 4) ásamt rósmaríngreinunum og mýkið þetta allt saman í 3-4 mínútur á lágum hita.
1) 1 kjúklingur, skorinn í stóra bita 2) 1 laukur 3) 3 hvítlauksrif, heil en kramin með hníf 4) 2 greinar af rósmarín 5) 3-4 leggir af sellerí, skornir í stóra bita 6) 2-3 gulrætur, skornar í litla bita 7) 1-2 chillibelgir, fer eftir stærð þeirra 8) 1 dós af tómötum 9) 1 glas af rauðvíni 10) 100 ml ólífuolía 11) salt og pipar 12) steinselja
Aðferð
1) Hitið ólífuolíu í góðum potti og bætið saman við 2) hvítlauk, 3) lauk 4) ásamt rósmaríngreinunum og mýkið þetta allt saman í 3-4 mínútur á lágum hita.
5) Takið ysta lagið af selleríleggjunum, skerið þá í stóra bita og bætið þeim út í pottinn. 6) Bætið gulrótunum saman við og látið steikjast áfram í 2-3 mínútur 7) Skerið kjúklinginn í 8-10 bita. 8) Bætið kjúklingabitunum út og pressið þá vel ofan í pottinn þannig að þeir steikist vel. Saltið kjúklinginn pínulítið á þessum tímapunkti. Látið svo kjúklinginn steikjast í ca. 10 mín eða þangað til hann er farinn að verða svolítið brúnn. Snúið bitunum oft og iðulega.
9) Bætið núna út í glasi af rauðvíni og látið sjóða upp. Bætið svo dós af tómötum út í pottinn ásamt 1 msk af tómatpúrru. 10) Setjið chillibelgina heila út í pottinn á þessum tímapunkti. Látið herlegheitin malla við lágan hita í 35-40 mínútur. Smakkið af og til, saltið og piprið eftir þörfum. 11) Bætið saxaðri steinseljunni við í lok eldunartímans og berið réttinn strax fram.
Með þessum rétti mælir MINITALIA með Cecchi Natio Chianti Organic 2015
Vínhúsið Cecchi er eitt af þessum gamalgrónu í Toskana, stofnað árið 1893 af Luigi Cecchi og fljótlega fór sonur hans, Cesare Cecchi, að starfa við hlið föður síns. Orðspor vínhússins fór ekki á flug á alþjóðavisu fyrr en undir stjórn annars Luigi Cecchi, barnabarns stofnandans sjálfs. Í dag er fjórða kynslóðin við stjórnartaumana í vínhúsinu Cecchi en það eru bræðurnir Andrea og Cesare Cecchi. Vínhús Cecchi-fjölskyldunnar hefur ávallt lagt mikla áherslu á að framleiða klassísk og vönduð vín sem fullkomlega eru trú uppruna sínum.
Cecchi Chianti Natio Organic DOCG 2015 er virkilega aðlaðandi vín frá þessu virta vínhúsi sem framleitt er úr þrúgunum Sangiovese (90%) og Colorino (10%). Þetta vín er framleitt einvörðungu úr lífrænum þrúgum á svæði í Toskana sem kallast Colline del Chianti. Þetta vín er fyrst látið þroskast á stáltönkum í u.þ.b. 6 mánuði og síðan látið þroskast í að minnsta kosti tvo mánuði á flösku áður en það er sett á markað.
Þetta rúbínrauða vín tekur á móti manni með nokkuð áköfum angan af ferskum ávexti, vottur af kryddi. Ávaxtaríkt vín þar sem kirsuber, bláber og plómur spila aðalhlutverkin. Þetta er mjúkt vín í góðu jafnvægi með nokkuð flottan strúktúr.
Cecchi Chianti Natio Organic DOCG 2015 er virkilega aðlaðandi vín frá þessu virta vínhúsi sem framleitt er úr þrúgunum Sangiovese (90%) og Colorino (10%). Þetta vín er framleitt einvörðungu úr lífrænum þrúgum á svæði í Toskana sem kallast Colline del Chianti. Þetta vín er fyrst látið þroskast á stáltönkum í u.þ.b. 6 mánuði og síðan látið þroskast í að minnsta kosti tvo mánuði á flösku áður en það er sett á markað.
Þetta rúbínrauða vín tekur á móti manni með nokkuð áköfum angan af ferskum ávexti, vottur af kryddi. Ávaxtaríkt vín þar sem kirsuber, bláber og plómur spila aðalhlutverkin. Þetta er mjúkt vín í góðu jafnvægi með nokkuð flottan strúktúr.