Frittata, sem þýðir einfaldlega „steiktur“, er ítölsk eggjakaka sem hægt er að útfæra á óendanlega marga vegu, t.d. með ýmsu kjötáleggi, grænmeti og líka allskonar ostum. Hér er um að ræða virkilega góða ítalska eggjaköku með kartöflum, steinselju og parmesan. Hún er einföld í framkvæmd og tilbúin á aðeins 30 mínútum, smellpassar fyrir brönsinn.
Hráefni handa fjórum
1) 500 gr kartöflur 2) 6 stk egg 3) 1 búnt steinselja 4) 100 gr parmesan 5) 1 stk meðalstór chillibelgur 6) salt 7) pipar 8) ólífuolía
Aðferð
1) Afhýðið kartöflurnar og skerið þær í sneiðar, u.þ.b. 1 cm á breidd. 2) Setjið kartöflurnar út í pott með sjóðandi vatni sem hefur verið saltað lítillega. Látið kartöflurnar sjóða í u.þ.b. 10 mínútur. 3) Setjið 6 egg í góða skál.
1) 500 gr kartöflur 2) 6 stk egg 3) 1 búnt steinselja 4) 100 gr parmesan 5) 1 stk meðalstór chillibelgur 6) salt 7) pipar 8) ólífuolía
Aðferð
1) Afhýðið kartöflurnar og skerið þær í sneiðar, u.þ.b. 1 cm á breidd. 2) Setjið kartöflurnar út í pott með sjóðandi vatni sem hefur verið saltað lítillega. Látið kartöflurnar sjóða í u.þ.b. 10 mínútur. 3) Setjið 6 egg í góða skál.
4) Bætið helmingnum af ostinum saman við 5) ásamt steinseljunni og pískið þetta saman. 6) Bætið síðan kartöflubitunum saman við og hrærið öllu vel saman.
7) Hitið ólífuolíu á góðri pönnu á miðlungshita ásamt smáttsöxuðu chilli. 8) Bætið blöndunni góðu á pönnuna og látið þetta svo steikjast undir loki í u.þ.b. 10 mínútur. 9) Setjið venjulegan matardisk ofan á eggjakökuna, snúið henni við og láta hina hliðina snúa niður.
10) Látum eggjakökuna steikjast á þessari hlið í u.þ.b. 5 mínútur 11) Tökum þá eggjakökuna af pönnunni og setjum á disk. Stráið hinum helmingnum af ostinum yfir eggjakökuna ásamt smá steinselju og berið hana strax fram.