Vínhúsið Isole e Olena varð til þegar De Marchi fjölskyldan keypti tvær jarðir, annars vegar Isole og hins vegar Olena, á sjötta áratug síðustu aldar og sameinaði þær undir nafninu Isole e Olena. En vínhúsið Isole e Olena er staðsett í hjarta framleiðslusvæðis Chianti Classico í Toscana, nánar tiltekið mitt á milli borganna Flórens og Siena. Í dag er vínhúsið rekið af Paolo De Marchi og hans fjölskyldu. Paolo De Marchi heldur að mörgu leyti fast í sérkenni svæðisins með því að leggja mikla alúð í ræktun staðbundnu þrúgunnar Sangiovese en leitar á sama tíma stöðugt leiða til að bæta sín stórkostlegu vín.
Isole e Olena Chianti Classico 2010 er framleitt úr þrúgunum Sangiovese 80%, Canaiolo 15% og Syrah 5%. Vínið er fyrst látið þroskast á eikartunnum í 12 mánuði og að lokum látið þroskast í 3-4 mánuði á flöskum áður en það er sett á markað.
Lýsing: Kirsuberjarautt. Meðalfylling, þurrt, fersk sýra, miðlungstannín. Rauð ber, kirsuber, skógarbotn.
Einkunnir ýmissa fagaðila:
Stephen Tanzer: 91/100 – James Suckling: 90/100 – CellarTracker: 89/100 – Jancis Robinson: 16,5/20 - Vinotek: 4,5 stjörnur.
Isole e Olena Chianti Classico 2010 fæst í Vínbúðinni og kostar kr. 3.695.
Njótið þessa góða matarvíns t.d. með góðri nautasteik, lambakjöti eða léttri villibráð.
Isole e Olena Chianti Classico 2010 er framleitt úr þrúgunum Sangiovese 80%, Canaiolo 15% og Syrah 5%. Vínið er fyrst látið þroskast á eikartunnum í 12 mánuði og að lokum látið þroskast í 3-4 mánuði á flöskum áður en það er sett á markað.
Lýsing: Kirsuberjarautt. Meðalfylling, þurrt, fersk sýra, miðlungstannín. Rauð ber, kirsuber, skógarbotn.
Einkunnir ýmissa fagaðila:
Stephen Tanzer: 91/100 – James Suckling: 90/100 – CellarTracker: 89/100 – Jancis Robinson: 16,5/20 - Vinotek: 4,5 stjörnur.
Isole e Olena Chianti Classico 2010 fæst í Vínbúðinni og kostar kr. 3.695.
Njótið þessa góða matarvíns t.d. með góðri nautasteik, lambakjöti eða léttri villibráð.