Þessa pizzu fékk ég mér nokkrum sinnum á lítilli pizzeríu í Navigli í Mílanó þar sem hún hét Pizza Ballaba á matseðlinum. Í dag er ég bæði búinn að gleyma nafninu á pizzeríunni og nákvæmri staðsetningu hennar en ég mun aldrei gleyma þessari geggjuðu pizzu. Mögulega finnst sumum vera ákveðnar andstæður vera til staðar í þessari samsetningu, þ.e. klettasalat og gráðostur, hráskinka og valhnetur. En niðurstaðan er frábær pizza þar sem áleggin kallast á í fullkomnum samhljómi.
Hráefni
1) Pizzadeig, uppskrift hægt að sjá hér. 2) Pizzasósa, uppskrift hægt að sjá hér. 3) Mozzarella 3) Valhnetur, grófsaxaðar 4) 150 gr gráðaostur, ég notast við gorgonzola piccante en að sjálfsögðu er hægt að notast við flest allar tegundir af gráðaosti 5) Hráskinka 6) Klettasalat 7) Ólífuolía
Aðferð
1) Fletjið út pizzudeigið 2) Setjið passlegt magn af pizzasósu á botninn. 3) Dreifið mozzarella yfir botninn. 4) Dreifið síðan grófsöxuðum valhnetunum og gráðaostinum í litlum bitum yfir pizzuna 5) Hellið smá slettu af ólífuolíu yfir pizzuna áður en þið setjið hana inn í brennandi heitan ofninn. 6) Bakið þar til botninn er orðinn stökkur, osturinn bráðinn og pizzan lítur einfaldlega stórkostlega út. 7) Takið pizzuna úr ofninum og raðið fyrst á hana hráskinku, síðan klettasalatinu og svo finnst mér gott í lokin að strá yfir pizzuna svörtum pipar úr kvörn.
Gott er að notast við pizzustein, hvort sem pizzan er bökuð í ofni eða á útigrillinu. En þar sem ofnar, grill og pizzusteinar eru mismunandi að gerð og virkni þá er einfaldlega erfitt að gefa upp nákvæman bökunartíma. Svo best er að fylgjast vel með pizzunni í ofninum eða á grillinu, prófa sig áfram og ná með tímanum fullkomnun, hver við sínar aðstæður.
Pizzur eru yndislegt fyrirbæri og verða ennþá betri ef þeirra er notið í góðum félagsskap og jafnvel með glasi af léttu og ávaxtaríku rauðvíni, Cecchi Chianti Classico DOCG 2011.
1) Pizzadeig, uppskrift hægt að sjá hér. 2) Pizzasósa, uppskrift hægt að sjá hér. 3) Mozzarella 3) Valhnetur, grófsaxaðar 4) 150 gr gráðaostur, ég notast við gorgonzola piccante en að sjálfsögðu er hægt að notast við flest allar tegundir af gráðaosti 5) Hráskinka 6) Klettasalat 7) Ólífuolía
Aðferð
1) Fletjið út pizzudeigið 2) Setjið passlegt magn af pizzasósu á botninn. 3) Dreifið mozzarella yfir botninn. 4) Dreifið síðan grófsöxuðum valhnetunum og gráðaostinum í litlum bitum yfir pizzuna 5) Hellið smá slettu af ólífuolíu yfir pizzuna áður en þið setjið hana inn í brennandi heitan ofninn. 6) Bakið þar til botninn er orðinn stökkur, osturinn bráðinn og pizzan lítur einfaldlega stórkostlega út. 7) Takið pizzuna úr ofninum og raðið fyrst á hana hráskinku, síðan klettasalatinu og svo finnst mér gott í lokin að strá yfir pizzuna svörtum pipar úr kvörn.
Gott er að notast við pizzustein, hvort sem pizzan er bökuð í ofni eða á útigrillinu. En þar sem ofnar, grill og pizzusteinar eru mismunandi að gerð og virkni þá er einfaldlega erfitt að gefa upp nákvæman bökunartíma. Svo best er að fylgjast vel með pizzunni í ofninum eða á grillinu, prófa sig áfram og ná með tímanum fullkomnun, hver við sínar aðstæður.
Pizzur eru yndislegt fyrirbæri og verða ennþá betri ef þeirra er notið í góðum félagsskap og jafnvel með glasi af léttu og ávaxtaríku rauðvíni, Cecchi Chianti Classico DOCG 2011.