Þessi réttur sló algjörlega í gegn með íburði sínum, elegans og skemmtilegu tvisti. Tagliatelle með sveppum, balsamik og rjóma hljómar líka einhvern veginn svo framandi en á sama tíma svo skothelt plan. Fyrst koma sveppirnir, steiktir upp úr hvítlauk og smjöri, svo kemur hið dásamlega bragð af balsamikinu og að lokum kemur rjóminn með sitt silkimjúka yfirbragð ásamt bitinu frá parmesan-ostinum. Hráefnin heiðra héraðið Emilia-Romagna, hvort sem við erum að tala um pastategundina "tagliatelle", balsamico di Modena eða sjálfan parmesan-ostinn. Í hnotskurn er þetta er dásamlegur réttur sem vert er að tefla fram þegar stórgóða gesti og höfðingja ber að garði.
Hráefni fyrir fjóra
1) 500 gr tagliatelle frá De Cecco 2) 500 gr sveppir, skornir í nokkuð þykkar sneiðar 3) 6 msk smjör 4) 3 msk ólífuolía 5) 1 stk meðalstór laukur, smátt saxaður 6) 4 stk hvítlauksrif 7) 125 ml rjómi 8) 125 ml balsamik edik 9) 4 msk steinselja, smátt söxuð 10) 100 gr parmesan 11) salt 12) pipar
1) 500 gr tagliatelle frá De Cecco 2) 500 gr sveppir, skornir í nokkuð þykkar sneiðar 3) 6 msk smjör 4) 3 msk ólífuolía 5) 1 stk meðalstór laukur, smátt saxaður 6) 4 stk hvítlauksrif 7) 125 ml rjómi 8) 125 ml balsamik edik 9) 4 msk steinselja, smátt söxuð 10) 100 gr parmesan 11) salt 12) pipar
Aðferð
1) Bræðið helminginn af smjörinu ásamt ólífuolíunni á miðlungshita á góðri pönnu. 2) Bætið lauknum og hvítlauknum á pönnuna og mýkið í fáeinar mínútur á lágum hita. Um að gera að fylgjast vel með pönnunni, hvítlaukurinn á alls ekki að brenna. 3) Bætið sveppunum á pönnuna, veltið þeim í smjörinu og ólífuolíunni þar til þeir verða löðrandi, bætið við smá ólífuolíu ef ykkur finnst sveppirnir vera of þurrir. 4) Steikið sveppina við miðlungshita í u.þ.b. 8 mínútur.
1) Bræðið helminginn af smjörinu ásamt ólífuolíunni á miðlungshita á góðri pönnu. 2) Bætið lauknum og hvítlauknum á pönnuna og mýkið í fáeinar mínútur á lágum hita. Um að gera að fylgjast vel með pönnunni, hvítlaukurinn á alls ekki að brenna. 3) Bætið sveppunum á pönnuna, veltið þeim í smjörinu og ólífuolíunni þar til þeir verða löðrandi, bætið við smá ólífuolíu ef ykkur finnst sveppirnir vera of þurrir. 4) Steikið sveppina við miðlungshita í u.þ.b. 8 mínútur.
5) Þá er komið að því að bæta við balsamik edikinu á pönnuna og hrærið vel saman við. Á þessum tímapunkti er líka gott bæta við hinum helmingnum af smjörinu og látið malla áfram í 2-3 mínútur. Að því loknu er gott að taka pönnuna af hellunni. 6) Bætið nú rjómanum saman við 7) ásamt nýrifnum parmesan. 8) Blandið nú öllu vel saman.
9) Sjóðið pastað á á meðan, farið eftir leiðbeiningunum á pakkanum og ofsjóðið það ekki. Ef þú vilt vita allt um pastasuðu ýttu þá hér. 10) Látið renna af pastanu og setjið það út í sósuna góðu og blandið öllu vel saman. Saltið og piprið eftir smekk. 11) Stráið ferskri steinselju yfir herlegheitin og 12) berið réttinn strax fram ásamt nýrifnum parmesan.
Með þessum rétti mælir MINITALIA með Nanfré Vapolicella Superiore DOC 2014
MINITALIA mælir með Nanfré Valpolicella Superiore DOC 2014 með þessum rétti. Þetta er vín sem kemur frá vínhúsinu Tenuta Sant'Antonio sem staðsett er í héraðinu Veneto, nánar tiltekið á svæði sem kallast Valpolicella í nágrenni við borgina Veróna. Á bak við vínhúsið standa fjórir bræður sem bera eftirnafnið Castagnedi, þeir Armando, Massimo, Paolo og Tiziano.
Þetta rúbínrauða vín tekur á móti manni með angan af kirsuberjum og rauðum ávexti, pínulítið kryddað. Þetta er pínulítið ungæðislegt vín, mikill ferskleiki, þónokkur fylling og tiltölulega langt eftirbragð. Miðlungs tannín og nokkuð fersk sýra sem gerir þetta að ansi góðu matarvíni..
Hér er sem sagt um að ræða flott matarvín sem hentar sérstaklega vel með bragðmiklum pastaréttum á borð við þennan sem hér um ræðir, þ.e. himneskt tagliatelle með sveppum, balsamik og rjóma.
Þetta rúbínrauða vín tekur á móti manni með angan af kirsuberjum og rauðum ávexti, pínulítið kryddað. Þetta er pínulítið ungæðislegt vín, mikill ferskleiki, þónokkur fylling og tiltölulega langt eftirbragð. Miðlungs tannín og nokkuð fersk sýra sem gerir þetta að ansi góðu matarvíni..
Hér er sem sagt um að ræða flott matarvín sem hentar sérstaklega vel með bragðmiklum pastaréttum á borð við þennan sem hér um ræðir, þ.e. himneskt tagliatelle með sveppum, balsamik og rjóma.