Sagan segir að í bænum Bassano del Grappa í Veneto hafi rómverskur hermaður fyrstur allra eimað þennan áfenga drykk sem í dag er kallaður Grappa. Lengi vel var þessi drykkur talin vera óspennandi, bæði grófur og hrár, en það hefur svo sannarlega breyst. Í dag er þetta fíngerður drykkur, bragðmikill og fágaður, þökk sé bættri tækni og betri framleiðsluaðferðum.
Grappa er framleitt úr hratinu sem kallast á ítölsku „vinaccia“ en það inniheldur bæði hýði, stilka og steina. Í upphafi var farið að eima hratið í þeirri viðleitni að nýta allt sem til fellur við víngerðina og með því koma í veg fyrir sóun. Bragðið á Grappa veltur á tegund og gæði þrúganna sem notaðar eru við framleiðsluna og eins hefur gæði eimingarferlisins mikil áhrif á útkomuna. Meðal þekktustu framleiðanda grappa á Ítalíu eru Nonino, Bocchino, Berta, Jacopo Poli og Nardini.
Grappa er flokkað eftir aldri þess og þeirri þrúgu eða þrúgum sem hratið er unnið úr. Helstu flokkar Grappa eru eftirfarandi:
Giovane
Þetta er ungt vín sem geymt er í stáltönkum þar til það er sett á flöskur.
Aromatica
Þetta er vín sem framleitt er úr arómatískum þrúgum, t.d. þrúgunum Muscat, Gewürztraminer eða Malvasia.
Affinata
Þetta vín er sett á flöskur eftir að hafa verið látið þroskast á viðartunnum í allt að 12 mánuðum.
Invecchiata eða vecchia
Þetta er vín sem sett er á flöskur eftir að hafa verið látið þroskast í 12-18 mánuði á viðartunnum.
Stravecchia eða riserva
Þetta er vín er sett á flöskur eftir að hafa verið látið þroskast í meira en 18 mánuði á viðartunnum.
Monovitigno
Þetta vín er framleitt einungis úr hrati einnar tegundar þrúgu sem oftast er getið um á flöskumiðanum.
Aromatizzata
Í þessum flokki er grappa þar sem bætt hefur verið náttúrulegum hráefnum úr jurtaríkinu við framleiðsluna
snemma í eimingarferlinu, t.d. bláberjum, lakkrís o.s.frv.
Í dag er grappa lögverndað vöruheiti af Evrópusambandinu, skv. reglugerð Evrópusambandsins nr. 110/2008. Framleiðendur þurfa þar af leiðandi að uppfylla ströng skilyrði til þess að kalla framleiðslu sína Grappa en þess má geta að í dag eru u.þ.b. 130 framleiðendur af grappa.
Á Ítalíu er grappa aðallega neytt eftir mat til þess að aðstoða við meltingu á þungum mat, á ítölsku digestivo. Að auki er vinsælt að bæta örlítilli slettu af grappa út í espresso og er sá drykkur kallaður Caffe corretto sem þýðir á
íslensku „leiðrétt kaffi“. Annað afbrigði sem kallast Ammazzacaffe ( á íslensku„kaffi morðingi) er þegar maður skellir í sig einum espresso og fylgir honum eftir með litlu staupi af grappa. Þriðja útgáfan er þegar maður hefur nær klárað espresso þá setur maður nokkra dropa af grappa í bollann, hrærir og klárar svo í einum rykk.
Allar nánari upplýsingar um grappa er að finna á heimasíðu safnsins Poli Grappa Museum sem staðsett er í bænum í Bassano del Grappa.
Grappa er flokkað eftir aldri þess og þeirri þrúgu eða þrúgum sem hratið er unnið úr. Helstu flokkar Grappa eru eftirfarandi:
Giovane
Þetta er ungt vín sem geymt er í stáltönkum þar til það er sett á flöskur.
Aromatica
Þetta er vín sem framleitt er úr arómatískum þrúgum, t.d. þrúgunum Muscat, Gewürztraminer eða Malvasia.
Affinata
Þetta vín er sett á flöskur eftir að hafa verið látið þroskast á viðartunnum í allt að 12 mánuðum.
Invecchiata eða vecchia
Þetta er vín sem sett er á flöskur eftir að hafa verið látið þroskast í 12-18 mánuði á viðartunnum.
Stravecchia eða riserva
Þetta er vín er sett á flöskur eftir að hafa verið látið þroskast í meira en 18 mánuði á viðartunnum.
Monovitigno
Þetta vín er framleitt einungis úr hrati einnar tegundar þrúgu sem oftast er getið um á flöskumiðanum.
Aromatizzata
Í þessum flokki er grappa þar sem bætt hefur verið náttúrulegum hráefnum úr jurtaríkinu við framleiðsluna
snemma í eimingarferlinu, t.d. bláberjum, lakkrís o.s.frv.
Í dag er grappa lögverndað vöruheiti af Evrópusambandinu, skv. reglugerð Evrópusambandsins nr. 110/2008. Framleiðendur þurfa þar af leiðandi að uppfylla ströng skilyrði til þess að kalla framleiðslu sína Grappa en þess má geta að í dag eru u.þ.b. 130 framleiðendur af grappa.
Á Ítalíu er grappa aðallega neytt eftir mat til þess að aðstoða við meltingu á þungum mat, á ítölsku digestivo. Að auki er vinsælt að bæta örlítilli slettu af grappa út í espresso og er sá drykkur kallaður Caffe corretto sem þýðir á
íslensku „leiðrétt kaffi“. Annað afbrigði sem kallast Ammazzacaffe ( á íslensku„kaffi morðingi) er þegar maður skellir í sig einum espresso og fylgir honum eftir með litlu staupi af grappa. Þriðja útgáfan er þegar maður hefur nær klárað espresso þá setur maður nokkra dropa af grappa í bollann, hrærir og klárar svo í einum rykk.
Allar nánari upplýsingar um grappa er að finna á heimasíðu safnsins Poli Grappa Museum sem staðsett er í bænum í Bassano del Grappa.