Gorgonzola er dásamlegur ostur með mikið og einkennandi bragð. Hér er um að ræða bragðmikinn blámygluost sem framleiddur hefur um aldir í samnefndum bæ í nágrenni við borgina Mílanó. Ekki er vitað með fullri vissu hvenær hann var fyrst framleiddur en framleiðslan jókst mjög mikið á átjándu öld og útflutningur hófst þá fyrir alvöru.
Gorgonzola er hvítur ostur með bláum mygluæðum sem gefa honum mikinn karakter. Hann er framleiddur úr kúamjólk og getur bæði verið silkimjúkur eða tiltölulega harður. Framleiðsluferlið tekur u.þ.b. 3-4 mánuði, þ.e. þar til hann orðinn fullþroskaður. Árið 1996 fengu Ítalir DOP-vottun á Gorgonzola hjá Evrópusambandinu, þ.e. Denominazione di Origine Protetta. Í þessari vottun felst að einungis má framleiða Gorgonzola með upprunanlegum aðferðum úr kúamjólk á ákveðnum svæðum í héruðunum Piemonte og Lombardia.
Það eru tvær megingerðir til af Gorgonzola, annars vegar Gorgonzola Dolce sem er mjúkur og rjómakenndur og hins vegar Gorgonzola Piccante sem er bæði harðari og sterkari, þ.e. meira í ætt við sambærilega osta af frönskum uppruna.
Gorgonzola er dásamlegur ostur með mikið og einkennandi bragð. Hann hentar vel ofan á sneið af góðu brauði, á pizzur, í hina ýmsu risottó- og pastarétti og að auki hentar hann fullkomlega bræddur út á góða nautasteik. Gorgonzola hentar vel á ostabakkann og parast einstaklega vel við t.d. hnetur, fíkjur og perur.
Það eru tvær megingerðir til af Gorgonzola, annars vegar Gorgonzola Dolce sem er mjúkur og rjómakenndur og hins vegar Gorgonzola Piccante sem er bæði harðari og sterkari, þ.e. meira í ætt við sambærilega osta af frönskum uppruna.
Gorgonzola er dásamlegur ostur með mikið og einkennandi bragð. Hann hentar vel ofan á sneið af góðu brauði, á pizzur, í hina ýmsu risottó- og pastarétti og að auki hentar hann fullkomlega bræddur út á góða nautasteik. Gorgonzola hentar vel á ostabakkann og parast einstaklega vel við t.d. hnetur, fíkjur og perur.